Á morgun fer í sölu nýjasta safn Mrs Mighetto í Petit á Suðurlandsbraut & á heimasíðu verslunarinnar Petit.is. Nýjasta safnið ber nafnið”Circus Mighetto” og inniheldur sex einstaka karaktera, hver með sína sögu að segja.
Líkt og venjulega er um takmarkaða útgáfu að ræða & mun verslunin ekki fá fleiri sendingar. Ég var svo hrikalega heppin að næla mér í eina mynd í þetta skiptið, (ég missti af þeim síðast) & ég er svo glöð! Myndirnar eru svo fallegar, vandaðar & einstakar, það er fátt fallegra til að prýða barnaherbergi verð ég að segja.
Ég var akkúrat í Petit að versla mér fallega steingráa himnasæng fyrir hann Sigga & myndin sem ég fékk mér passar fullkomlega við. Ég átti mjög erfitt með að velja enda hver einasta mynd einstök & heillandi en ég að lokum valdi mér ljónið.
Við vorum byrjuð að hengja upp þegar Siggi ákvað að vera mjög ósáttur & þreyttur þannig að verkefnið var pásað. Það verður þó klárað í fyrramálið svo að ég sýni ykkur á Snapchat/Instagram nú eða hér hvernig þetta lítur út allt saman.
Eins & ég sagði áður hefur hver persóna sína sögu en hér er saga ljónsins:
„Dear Lion. Strax á unga aldri óx á litla ljóninu glæsilegt fax. Faxið var flæðandi, með fullt af gylltu, skínandi hári sem flökti í vindinum. Vegna þess að þykkt, fallegt hár var svolítið skrítið á litlu stelpunni ákvað flokkurinn hennar að skilja hana eftir við dyr Sirkussins. Núna er hún konungur Sirkussins, glöð og stolt af stórkostlega glitrandi hárinu sínu.“
Ég mæli með því að láta þetta ekki framhjá þér fara, enda ótrúlega fallegt & einstakt verk á heimilið, en salan hefst á morgun 6.október. Myndirnar kosta 8.990 <3
**Athugið sérstaklega stærðir þegar pantað er á netinu þar sem að myndirnar eru ekki allar í sömu stærð.**
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg