Vöruna fékk ég að gjöf, það hefur þó engin áhrif á það hvað mér finnst um vöruna enda ræð ég algjörlega hvað ég skrifa um & skrifa ekki um neitt sem að mér líkar ekki við. Ég vil deila með ykkur sniðugum hlutum sem að mér líkar við & gagnast mér með von um að það geri það líka fyrir ykkur kæru lesendur xx
Ég sagði ykkur frá því um daginn þegar að ég fór í neglur til hennar Esterar um daginn, en ég ákvað að fá mér natural glærar neglur þar sem að ég er naglalakkasjúk. Ég elska að skipta um liti & þess vegna hentar mér alls ekki að fá mér litaðar neglur því að þá verð ég óð eftir smástund því að mig langar að breyta til. Uppáhalds lökkin mín eru & hafa alltaf verið Essie lökkin, en ég elska úrvalið & formúluna. Ég var svo heppin að eignast nokkra liti úr brúðarlínu Essie sem er væntanleg í verslanir á næstu dögum en ég er svo hrikalega ánægð með fyrsta litinn sem að ég prófaði að ég eiginlega verð að deila honum með ykkur.
Liturinn heitir „Mrs.Always-Right“ & er alls ekki jafn rauður & myndirnar sýna, liturinn er miklu meira svona mjúkur berjatónn myndi ég segja. Ég ákvað að nota matta yfirlakkið frá Essie „Matte About You“ yfir & er sjúk í þetta kombó.
Eins & ég sagði áður þá er brúðarlínan væntanleg á næstu dögum, en þessi litur er fyrsti liturinn sem er mættur í verslanir & ég efast alls ekki um að hann verði vinsæll í sumar. Ég mæli með því að fylgjast með facebook-síðu Essie, á Íslandi en þar koma allar helstu upplýsingar með góðum fyrirvara, svo ef þið eruð jafn spenntar & ég ættuð þið klárlega að setja læk við þá síðu…
Hér má sjá restina af línunni sem er væntanleg & ÓÓÓ svo fín! Ég á eftir að prófa hin sem ég fékk, en hver veit nema að ég skelli bara í færslu & sýni ykkur hvernig þau koma út á nöglum, er einhver áhugi fyrir því? Endilega skellið kommenti fyrir neðan xx
Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg