Færslan er unnin í samstarfi við Blue Lagoon Skincare/This blog-post is made in a collaboration w. Blue Lagoon Skincare,
Fyrir nokkum vikum kíkti ég á Laugaveg 15 þar sem Blue Lagoon verslunin er staðsett! Þar fékk ég mjög góða þjónustu & ráðgjöf varðandi vörurnar & húðumhirðu. Ég hafði fleiri spurningar en vanalega, því ég er búin að vera glíma við post pill acne sem er búið pirra mig síðustu mánuði en það eru litlar hormónabólur. Sigurborg, snyrtifræðingur frá Blue Lagoon gaf mér góða ráðgjöf varðandi þetta vandamál & útskýrði fyrir mér á svörtu & hvítu hvaða vörur væri hægt að nota. Mér finnst svo mikilvægt að fá góða þjónustu, en það að veita góða þjónustu er klárlega atriði sem hafa þarf að leiðarljósi hjá fyrirtækjum & gera þau það svo gífurlega vel. Búðin sjálf er alls ekki af verri gerðinni enda er hún svo falleg & vel uppsett!
Ég mæli eindregið með að kíkja á Laugaveg 15 í búðina en þar tekur á móti manni vingjarnleg & upplýsandi þjónusta. Síðan er búðin mjög vönduð & falleg sem skemmir ekki fyrir!
Uppáhalds dropparnir mínir –
Sigurborg, snyrtifræðingur hjá Blue Lagoon veitti mér yndislega þjónustu – Falleg & vönduð búð – Sloppur frá Blue Lagoon er ofarlega á óskalistanum –
Skrifa Innlegg