fbpx

KÍSILMASKI TIL AÐ DJÚPHREINSA HÚÐINA

COLLABORATIONSAMSTARFSKINCAREUPPÁHALDS
Færslan er unnin í samstarfi við Blue Lagoon Skincare/This blog-post is made in a collaboration w. Blue Lagoon Skincare,

Um daginn deildi ég því með ykkur að ég væri að glíma við post pill acne sem er búið pirra mig síðustu mánuði, en post pill acne eru litlar hormónabólur sem maður getur fengið eftir að hafa hætta á pillunni.

Þess vegna fannst mér tilvalið að deila með ykkur hreinsimaska sem er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér síðustu mánuði & hefur hjálpað til með hormónabólurnar. Silica Mud Mask er kísilmaski frá Blue Lagoon. Ég nota þennan hreinsimaska 2-3x í viku, en maskinn er unninn úr hreinum, hvítum kísli lónsins. Það sem maskinn gerir er að hann djúphreinsar & styrkir húðina – eftir maskann nota ég Balancing Oil Free Emulsio dagkremið frá Blue Lagoon sem kemur jafnvægi á feita húð & dregur úr bólum. Ég er einnig búin að vera dugleg að taka vitamin C sem á að koma jafnvægi á hormónana!

Silica Mud Mask á 25 ára afmæli & er þess vegna á 40% afslætti núna sjá hér

Travel essentials –
Silica Mud Mask –Eftir kísilmaskann nota ég vanalega Hydrating Cream dagkremið frá Blue Lagoon Skincare –Hægt er að fá dagkremið með SPF 30 sem er tilvalið þegar sólin lætur sjá sig  –
Currently, hef ég skipt út hinu dagkreminu yfir í Balancing Oil Free Emulsion en dagkremið er létt, olíulaus blanda sem kemur jafnvægi á feita húð & dregur úr bólum sem er tilvalið fyrir mig núna –  Dagkremið nota ég strax eftir kísilmaskann –

FALLEGT SUMARKVÖLD Í MARIELYST

Skrifa Innlegg