fbpx

HEIMAMÁTUN Á VERKI FRÁ APOLLO ART

COLLABORATIONHUGMYNDIRINNBLÁSTURINTERIORNEW INREVIEWSAMSTARFUPPÁHALDS
Færslan er unnin í samstarfi við Apollo Art/This blog-post is made in a collaboration w. Apollo Art,

Ég er búin að vera mjög spennt fyrir að deila með ykkur nýrri vefsíðu sem opnaði þann 1. októ­ber síðastliðinn.

Apollo Art er sta­f­rænt listagalle­rí, þar inn á er hægt er að skoða úr­val verka margra íslenskra lista­manna. Listamaður­inn er með öll verk hjá sér & sér sjálf­ur um að af­henda verkið en það er einnig hægt að fá verkið heimsent. 

Inn á síðunni má finna yfir 60 íslenska listamenn bæði unga & aldna. Mér finnst skemmtilegt að sjá íslenska listamenn koma saman & langar að sjá meira af því. Úrvalið inn á vefsíðunni er virkilega flott & hægt er að finna verk í öllum verðflokkum eða á bilinu 7.000 isk – 2.400.000 isk. 

Apollo Art er ekki bara góður vettvangur til að skoða listaverk eftir mismunandi listamenn heldur er þetta einnig sniðugur vettvangur fyrir listamenn til að koma sér á framfæri. Hægt er að sækja um að fá að koma fram á heimasíðunni & þau frá Apollo koma þér á framfæri & aðstoða þannig þig við að selja þín verk. 

Það sem stóð upp úr hjá mér er að kaupendur geta sótt um að fá heimamátun á verki & fengið að máta það heima hjá sér. Mér finnst þetta mjög sniðug leið til að finna rétta málverkið fyrir heimilið. Ég ákvað að velja mér mynd til heimamátunar & mig langar að deila með ykkur heimamátunarferlinu. 

Ferlið:

  1. Skoðaði vefsíðuna & datt inn á mynd sem heillaði mig & passar við minn stíl.
  2. Sótti um heimamátun inn á vefsíðunni (það er hlekkur undir hverju verki & þar er hægt að sækja um heimamátun).
  3. Listamaður hafði beint samband við mig & við ákváðum í sameiningu tíma.
  4. Listamaðurinn sjálfur skutlaði verkinu heim til mín.
  5. Ég mátaði myndina á þremur stöðum heima hjá mér & tók einnig myndir til að bera saman hvað lítur best út á mínu heimili.
Ég mæli eindregið með að skoða apolloart.is & styðja við okkar íslensku listamenn. Mig langaði einnig að taka fram að hægt er að kaupa gjafabréf á síðunni sem mér finnst vera tilvalin jólagjöf.  
 
Valdi þessa fallegu mynd í heimamátun eftir Ernu Marín Kvist en myndin heitir Organic Organic Ákvað að máta myndina fyrst inn í eldhús borðkrók –
Svona leit hún út inn í eldhús borðkrók – Mátaði myndina líka inn í svefnherbergi fyrir ofan rúmið mitt –Svona leit hún út inn í herbergi –  Ákvað að máta myndina líka upp á hillu inn í herbergi & svona leit hún út þar upp á hillunni – 

Mér finnst myndin koma best út inn í eldhús borðkrók en hvað finnst ykkur? Endilega commentið hér að neðan hvar ykkur finnst myndin koma best út!
Takk fyrir að lesa! xx

RAFRÆN VARALITAÁRITUN YSL

Skrifa Innlegg