Færslan er unnin í samstarfi við Apollo Art/This blog-post is made in a collaboration w. Apollo Art,
Ég er búin að vera mjög spennt fyrir að deila með ykkur nýrri vefsíðu sem opnaði þann 1. október síðastliðinn.
Apollo Art er stafrænt listagallerí, þar inn á er hægt er að skoða úrval verka margra íslenskra listamanna. Listamaðurinn er með öll verk hjá sér & sér sjálfur um að afhenda verkið en það er einnig hægt að fá verkið heimsent.
Inn á síðunni má finna yfir 60 íslenska listamenn bæði unga & aldna. Mér finnst skemmtilegt að sjá íslenska listamenn koma saman & langar að sjá meira af því. Úrvalið inn á vefsíðunni er virkilega flott & hægt er að finna verk í öllum verðflokkum eða á bilinu 7.000 isk – 2.400.000 isk.
Apollo Art er ekki bara góður vettvangur til að skoða listaverk eftir mismunandi listamenn heldur er þetta einnig sniðugur vettvangur fyrir listamenn til að koma sér á framfæri. Hægt er að sækja um að fá að koma fram á heimasíðunni & þau frá Apollo koma þér á framfæri & aðstoða þannig þig við að selja þín verk.
Það sem stóð upp úr hjá mér er að kaupendur geta sótt um að fá heimamátun á verki & fengið að máta það heima hjá sér. Mér finnst þetta mjög sniðug leið til að finna rétta málverkið fyrir heimilið. Ég ákvað að velja mér mynd til heimamátunar & mig langar að deila með ykkur heimamátunarferlinu.
Ferlið:
- Skoðaði vefsíðuna & datt inn á mynd sem heillaði mig & passar við minn stíl.
- Sótti um heimamátun inn á vefsíðunni (það er hlekkur undir hverju verki & þar er hægt að sækja um heimamátun).
- Listamaður hafði beint samband við mig & við ákváðum í sameiningu tíma.
- Listamaðurinn sjálfur skutlaði verkinu heim til mín.
- Ég mátaði myndina á þremur stöðum heima hjá mér & tók einnig myndir til að bera saman hvað lítur best út á mínu heimili.
Svona leit hún út inn í eldhús borðkrók – Mátaði myndina líka inn í svefnherbergi fyrir ofan rúmið mitt –Svona leit hún út inn í herbergi – Ákvað að máta myndina líka upp á hillu inn í herbergi & svona leit hún út þar upp á hillunni –
Skrifa Innlegg