fbpx

RÚM INNI Í SKÁP!

HEIMAHEIMILIHUGMYNDIR

Þegar við keyptum húsið hérna á Heiðarbrautinni þá vorum við jú að stækka við okkur, allir fengu sitt herbergi og fermetrarnir voru aðeins fleiri! Hérna í húsinu eru fjögur svefnherbergi og stelpurnar fengu því allar sitt eigið herbergi. Eitt herbergið er þó töluvert minna en hin, en Sara tók strax ákvörðun um að vera þar. Hún vildi ekki vera í herbergi með glugga út á götu og hún var ekki hrifin af því að vera undir súð sem er raunin með hin þrjú herbergin.

Sara eignaðist því minnsta herbergið sem er ykkur að segja frekar lítið og þá sérstaklega í ljósi þess að þar inni er risastór innbyggður skápur og ef hefðum rifið hann út eins og við ætluðum okkur í upphafi, þá hefðu framkvæmdirnar orðið öllu meiri. Ég er því búin að vera í endalausum pælingum hvernig væri best að nýta fermetrana sem allra best og um leið gera kósý herbergi fyrir hana. Ég var búin að gera tvær ólíkar útfærslur á rýminu en var aldrei nægilega sátt, fannst vanta eitthvað “touch” í þetta og svo einn morgun í vikunni þegar ég sat með kaffibollanum mínum og hugsunum þá bara BAMM -rúmið fer inn í skápinn!! Ég var varla búin að hugsa þetta til enda þegar ég var búin að snúa öllu við inni í herberginu…

FYRIR – ekki misskilja mig, það var mjög fínt áður en þessir fáu fermertrar voru bara ekki nægilega vel nýttir.

EFTIR 

Hvernig lýst ykkur á breytinguna, það er jú margt verra en að sofa inni í skáp!

 

HDan

PINK SHOES FOR SUMMER

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Íris

    15. May 2017

    Virkilega flott og sniðug lausn :)
    Hvar fékkstu þennan koll sem þú notar sem náttborð?
    Kv Íris

    • Hrefna Dan

      16. May 2017

      Takk fyrir kærlega xx
      Náttborðið er barstóll úr Søstrene Grene!