fbpx

HEIMAGRAM – @HDAN_HOME

HEIMAHÖNNUNINNBLÁSTURINSTAGRAM

Ég hef mjög gaman af því að taka ljósmyndir, tek flestar mínar myndir á símann minn sem er jú oftast við höndina og það er fjölmargt sem heillar augu mín og ég tek myndir af.

Heimilið okkar og hlutirnir þar inni eru mjög vinsælt myndefni hjá mér og þar sem ég er mjög dugleg að breyta hérna heima, með því að færa til hluti, kaupa inn nýjar plöntur og litla smáhluti þá er myndefnið mjög breytilegt. Ég ákvað fyrir einhverju síðan að opna Instagram síðu þar sem ég set einungis inn myndir sem ég tek inni á heimilinu okkar.

Ykkur er auðvitað meira en velkomið að fylgja mér á @hdan_home ef ykkur langar að sjá meira og kannski fá smá innblástur. Ég leyfi nokkrum myndum að fylgja með…

1

3

4

2

5

6

photo-26-11-2016-11-42-10

photo-28-11-2016-12-15-17-1

photo-14-10-2016-09-40-14-1

photo-22-10-2016-15-48-21-1

Ég mæli líka með því að þið kíkið við á mínu persónulega Instagram @hrefnadan – þar er ég með gjafaleik í samstarfi við kökusnillinginn Evu Laufey. Kíkið endilega við og takið þátt, ég dreg út á morgun! xx

 

HDan

JÓLAFÖTIN MÍN

ASOSDRESSJÓLNEW IN

Gleðilegan desember öll sömul!

Uppáhalds mánuður ársins er runnin upp og mikið er það ljúft. Ég er sko heimsins mesta jólabarn og elska allt við þennan tíma – notalegar samverustundir, skreytingarnar, smákökurnar, matinn, tónlistina, gleðina, samkenndina og já bara allt saman!

Við erum með samverudagatal fjölskyldan og í gær settumst við niður og spiluðum á spil, yfir spilinu hófst umræða um jólahaldið og þar á meðal jólafötin. Stelpurnar töluðu um að við þyrftum að fara að finna jólakjóla á þær, en eftir smástund stingur Viktoría upp á því að við klæðumst öll náttfötum á aðdangadag. Hún sagði að hana hafi lengi langað til að prófa að vera í náttfötum á aðfangadag, því við gætum frekar verið í sparifötum í öllum jólaboðunum. Okkur hinum fannst þetta stórgóð hugmynd og hún var samþykkt af öllum fjölskyldumeðlimum, Tinna (kjólasjúkur krakki sem elskar að klæða sig upp og fá helst smá varalit með) þurfti reyndar smá umhugsunarfrest en samþykkti að lokum.

Jólaföt okkar fjölskyldunnar verða því náttföt þetta árið!

Ég tók smá rúnt á netinu í gærkvöldi til þess að leita mér að náttfötum, þar sem ég á jú engin náttföt. Ég var varla búin að slá upp leitarorðinu pajamas á Asos þegar við mér blasti þessi náttfata samfestingur, mega fínn og virkar mega kósý. Hann er frá merkinu Y.A.S sem fæst í Vero Moda hérna heima en þið finnið hann líka á asos.com

nattgalli

nattgalli-ii

Ég verð að viðurkenna að ég er bara frekar spennt fyrir náttfatajólunum okkar og því að klæðast þessum fallega náttfata samfesting sem ég mögulega poppa aðeins upp með skarti og háum hælum.. hver veit?

Mig langaði að lokum að segja ykkur frá skemmtilegri reglu sem við settum á heimilinu í tilefni af desember. Reglan er sú að á milli kl 18:00 – 20:00 setja allir fjölskyldumeðlimir símann sinn inn í skáp, slökkt er á tölvum og við njótum, njótum þess að vera saman en ekki með andlitin föst yfir skjánum. Mæli með þessu fyrir alla – konur, börn og kalla!

 

Góða helgi xx

HDan

ÞESSI FALLEGI STAÐUR – ÁLAFOSSKVOS

DRESSINSTAGRAMPERSÓNULEGT

Ég og Palli fórum í smá Reykjarvíkurferð tvö saman um daginn og vorum að erindast allskonar, fundur, jólagjafastúss og smá búðarráp..sem er alls ekki í uppáhaldi hjá mínum manni!

Í lok ferðarinnar þegar við vorum á leiðinni heim ákvað Palli að stoppa í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Sá staður er pínu staðurinn okkar, því þegar við vorum nýbyrjuð að deita bauð Palli mér út að borða í Reykjavík og á heimleiðinni sagðist hann vilja bjóða mér á ótrúlega flottan stað í göngutúr (rjóminn hann Páll). Ég var nú ekki alveg viss í fyrstu íklædd hælaskóm og léttum jakka en þegar á staðinn var komið þá lét ég undan og sá sko ekki eftir því.

Ég vissi ekki af þessum stað fyrr en þetta kvöld og við höfum núna 15 árum seinna stoppað óteljandi oft þarna og það er alltaf jafn gott að koma þarna.

photo-20-11-2016-15-57-11

Það var einstaklega fallegt í Álafosskvos þennan tiltekna dag, himininn skartaði sínu fegursta og frostið beit kinn. Við röltum saman um svæðið, ég tók slatta af myndum og minn persónulegi ljósmyndari smellti af nokkrum myndum af undirritaðri.

photo-20-11-2016-15-55-40

photo-20-11-2016-15-55-37

photo-20-11-2016-15-54-13

jakki – Búkolla nytjamarkaður / peysa – Vila / gallabuxur – Zara / sokkabuxur – Oroblu /

skór – Asos / húfa – Tiger

Ég mæli með því að þið kíkið við á Instagram hjá mér, þar er ég með aðventuleik í samstarfi við Gjafavöruverslunina @home – þið finnið mig undir hrefnadan … einn, tveir og taka þátt!

 

HDan

 

SILVER

DRESSTÍSKA

Mig “vantaði” úlpu fyrir veturinn og fór því að leita mér að slíkri, skoðaði ansi margar úlpur og mátaði nokkrar en engin heillaði mig nógu mikið til að verða mín. En einn dag fyrir ca. tveimur vikum þegar ég var að fletta í gegnum uppáhalds asos.com, þá rak ég augun í þessa mega fínu silfurlituðu dúnúlpu. Hún var seld við fyrstu sýn, ég valdi mér mína stærð og beint í körfu, borgaði og búmm hún var mín.

photo-25-11-2016-12-51-41

photo-25-11-2016-12-51-37

Ég var búin að setja mynd af henni inn á Insta-stories og snapchat áður en ég fékk hana í hendurnar og þá strax fékk ég nokkrar fyrirspurnir og í gær þegar ég loksins fékk hana í hendurnar og birti mynd af mér í henni þá rigndi yfir mig fyrirspurnum. Úlpan er því miður uppseld á Asos í silfur en hún er til svört, Puffa heitir merkið og ég mæli með því að þið tékkið á því hér – puffa

 

silfur

Ég er allavega mega sátt með vetrarúlpuna og tek spennt á móti kuldanum!

Þið finnið mig á Instagram/ hrefnadan og  Snapchat/ hrefnadan

HDan

HALLÓ TRENDNET!

HÖNNUNINSTAGRAMPERSÓNULEGTTÍSKATRENDNET

Ég heiti Hrefna Dan og er nýr bloggari hérna á Trendnet.

Ég er 34 ára (aldursforsetinn í hópnum skilst mér!), gift honum Páli og við eigum þrjár stelpur – Viktoríu (13), Söru (10) og Tinnu (7). Við búum á Akranesi þar sem ég vinn á fasteignasölunni Hákot og í hlutastarfi hjá Akraneskaupstað. Ég er forfallinn sætindagrís sem finnst mega næs að vera í góðum hópi vina með sætindi í annarri og gott rauðvín í hinni en svo er ég líka háklassa sófakartafla sem er með eindæmum heimakær.

photo-19-11-2016-13-04-14

Þið kannist kannski einhver við mig úr bloggheimnum þar sem ég hef haldið úti mínu eigin bloggi síðastliðin fjögur ár á www.hrefnadaniels.com og á þar skemmtilegan lensendahóp sem vonandi fylgir mér hingað yfir. Ég ákvað eftir litla umhugsun að slá til þegar mér bauðst að verða bloggari á Trendnet, það hljómaði mjög spennandi að fá að tilheyra þessum fjölbreytta og flotta hóp af bloggurum.

photo-20-11-2016-15-55-40photo-07-10-2016-12-28-52

photo-16-08-2016-15-33-12 photo-01-08-16-13-03-40

Ég hef mikinn áhuga á fallegri hönnun, öllu sem viðkemur heimilum, tísku og ljósmyndun. Færslurnar mínar á blogginu verða mikið tengdar þessum áhugamálum. Ég leyfi mér lika að vera á persónulegu nótunum með ykkur og fjalla þá auðvitað um fjölskylduna og fleira tengt mínu lífi.

photo-14-10-2016-09-40-14-1 photo-22-10-2016-15-48-21-1

photo-08-07-2016-11-22-45 photo-17-11-2016-10-31-30

Annars hlakkar mig bara mega mikið til að hefja þennan nýja kafla í blogglífinu, sem bloggari hérna á Trendnet. Spennandi og skemmtilegir tímar framundan!

Þið finnið mig á Instagram/ hrefnadan og  Snapchat/ hrefnadan

-HDan