fbpx

NÝTT TEPPI & NÝTT HÚS!

HEIMANEW INPERSÓNULEGT

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur lesið síðustu þrjár bloggfærslur frá mér að mig er búið að dreyma um að eignast gróft teppi. Ég var komin það langt með þennan teppadraum að tengdamamma mín og frænka voru farnar að hjálpa mér að leita að uppskriftum og efni í teppið.. sem gekk þó ekki alveg nógu vel.

En viti menn, það borgar sig stundum að blogga um hluti sem manni langar í því eftir þessa tíðu umfjöllun mína um teppin hafði samband við mig kona. Hún sagði mér að hún ræki vefverslun sem ber heitið kreo.is og í þeirri ágætu verslun væri teppi drauma minna til sölu, handunnið úr 100 % ull. Við ræddum aðeins málin og hún sagði mér að Kreó væri vefverslun sem opnaði í nóvember á síðasta ári. Þau eru að þreifa fyrir sér varðandi vöruúrval en finnst mikilvægt að vanda valið vel hverju sinni. Helstu markmið þeirra er að auka vöruúrvalið á Íslandi og að eiga sem ánægjulegust samskipti við viðskiptavini sína – frábær markmið finnst mér!

Ég valdi mér teppi hjá þeim og fyrir valinu varð steingrátt teppi í stærðinni 100×200, sjá HÉR

img_4877

Teppið kemur ótrúlega vel út í stofunni okkar, það verður þó ekki alltaf upp á punt í þessum stól. Helsta hlutverk þess verður að halda á okkur hita í sófanum en það skemmir ekki fyrir hversu fallegt það er og mikið prýði.

img_4880

Já og í sambandi við þessar endalausu heimilisfærslur mínar, ástæðan fyrir þeim er mjög spennandi og skemmileg get ég sagt ykkur. Ég og Palli keyptum okkur einbýlishús í gær. Húsið er hérna á Akranesi, ótrúlega fallegt eldra hús (byggt 1956) á besta stað í bænum og við getum ekki beðið eftir því að flytja inn!

Ég efast sko ekki um að nýja fína teppið eigi eftir að taka sig vel út í nýja húsinu.

 

HDan

HOME INSPO VOL II

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

    • Hrefna Dan

      13. January 2017

      Takk fyrir elsku Elísabet xx
      Já við erum mega spennt!

  1. Kolbrún Ýr

    15. January 2017

    Til hamingju með nýju eignina ?? Hlakka til að sjá ?

    • Hrefna Dan

      16. January 2017

      Takk kærlega elsku besta Kolbrún xx