fbpx

JÁRNAMOTTA UPP Á VEGG

HEIMAHEIMILIHUGMYNDIR

Inni í eldhúsinu okkar hérna á Heiðarbrautinni hangir járnamotta á veggnum sem hefur hlotið mikla athygli bæði á Instagram og Snapchat hjá mér. Ég hef svarað ótal mörgum fyrirspurnum um hana og skildi engan undra. Hún skreytir rýmið og er ótrúlega sniðug lausn til að geyma á allskonar hluti. Á okkar hanga til dæmis ljósmyndir með skemmtilegum minningum, boðskort, fallegar kveðjur og margt fleira. Mottan er fyrir vikið einn af persónulegri hlutunum inn á heimilinu okkar.

En sagan á bak við mottuna er sú að þegar við bjuggum á Smáraflötinni langaði mig í eitthvað flott á einn vegg inni í herbergi hjá Viktoríu, minnistöflu eða einhvers konar hirslu til að geyma og hengja á hluti. Ég hafði einhvern tímann séð mynd af svona járnamottu inni á Pinterest og bar það undir Palla hvort hann gæti reddað mér svona. Minn maður var ekki lengi að því! Hann vinnur á trésmíðaverkstæði og átti því auðvelt með að nálgast slíka mottu, hann klippti hana svo til eftir málum frá mér og málaði hana svarta.

Ég hef bent áhugasömum á að tala við Byko, Bauhaus og Húsasmiðjuna því þar fást járnamottur og þau ættu að geta klippt þær til en þið þyrftuð sjálf að mála þær. Mæli með því að þið athugið með það eða ef þið þekkið til einhvers sem vinnur með járnamottur..blikkið þá viðkomandi og brosið blítt!!

Svona leit hún út þegar hún var inni í herbergi hjá Viktoríu

Hérna erum við nýflutt inn og mottan komin upp á vegginn í eldhúsinu en lítið komið á hana..

Svona lítur járnamottan út í dag

Ég nota klemmur til að hengja á mottuna og þær hef ég keypt í Tiger, Snúrunni og Søstrene Grene.

 

HDan

LOKI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Elva Ösp

    21. June 2017

    Mætti ég forvitnast um blómpottana sem hanga á grindinni? hvar fást þeir?

    • Hrefna Dan

      6. July 2017

      Afsakaðu innilega sein svör x

      Blómapottinn keypti ég í Bauhaus.

  2. Perla Kristins

    28. June 2017

    Glæsilegt hjá þér! En má ég (a.k.a. eiginmaðurinn) forvitnast hvernig þessar járnmottur eru festar á vegginn? :)

    • Hrefna Dan

      6. July 2017

      Takk fyrir og afsakaðu innilega sein svör x

      Hún er fest upp með tveimur krókum.