fbpx

HOME INSPO

HEIMILIHÖNNUNINNBLÁSTURPINTEREST

Á nýju ári er ég uppfull af hugmyndum sem mig langar að framkvæma og sumar þessara hugmynda snúa að heimilinu okkar. Ég er jú pínu breytingaróð og leiðist alls ekki að flytja til hluti, stóra sem smáa til þess eins að betrumbæta í kringum mig.

Ég hef síðustu daga legið yfir Pinterest og náð mér í helling af flottum hugmyndum og innblæstri.. ég get svo auðveldlega gleymt mér við það að skoða myndir af fallegum heimilum!

Ég er með nokkrar uppáhalds myndir sem ég leyfi að fylgja með, ef ykkur vantar smá innblástur…

1

Mig langar að hálfmála vegg og þá með svörtum lit eða dökk gráum..

2

Gróft teppi er á óskalistanum

3

4

Vantar að komast yfir svona netapoka..

5

Plöntur lífga upp á heimilið

6

Þessi motta er á óskalistanum

7

Ég hefði ekkert á móti þessari vinnuaðstöðu

8

Járnamottan er fallegt skraut.. ég er að spá í að gefa minni nýtt hlutverk á nýju ári!

9

Stór kaktus heillar

10

Ég er hrifin af gráu.. þetta gráa teppi má flytja í sófann minn

Gleðilegt nýtt ár, eltið draumana ykkar og látið hugmyndir verða að veruleika.. árið 2017 er árið okkar allra!

HDan

 

 

DRESS

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Kolbrún Hrafnkels

  5. January 2017

  Flottar hugmyndir, veit að fyrirtæki sem heitir Hundahólmi er með svona netapoka :)

  • Hrefna Dan

   5. January 2017

   Frábært, takk fyrir þessar upplýsingar Kolbrún xx

 2. Sólveig

  5. January 2017

  Þeir eru lika til i tiger reyndar aðeins minni en mjög nice og kosta litið sem ekkert!

  • Hrefna Dan

   5. January 2017

   Frábært, alltaf hægt að treysta á Tiger.. ég kíki þangað við fyrsta tækifæri!

   Takk fyrir þetta Sólveig xx

 3. Jona Maria

  5. January 2017

  Hvaðan er mottan á mynd 6?