Þegar við vorum að framkvæma hérna á Heiðarbrautinni og málararnir voru að störfum inni í stofu sat ég á stofugólfinu og málaði hillur í sama lit og veggirnir. Ég (Palli var sammála) ákvað það mjög fljótlega í ferlinu að vera með hillur inni í stofu í sama lit og veggirnir. Mynd á Pinterestrúnti eitt kvöld af svörtum vegg með svörtum hillum á heillaði mig algjörlega upp úr skónum svo það kom ekki annað til greina en að gera eins.
Þegar hillurnar voru orðnar þurrar fóru þær í geymslu og “gleymdust” eiginlega þangað til í síðustu viku þegar þær fóru loksins upp og útkoman er mega fín. Ég raðaði á þær frekar persónulegum munum – ljósmyndir af okkur fjölskyldunni, listaverk eftir fjölskyldumeðlimi, listaverk eftir góðan vin, kertastjaki sem er í miklu uppáhaldi af antíkmarkaðnum (á Heiðarbrautinni!) og smá skraut.
Hillurnar heita RIBBA og eru frá IKEA, liturinn á veggjunum og hillunum heitir Nóvember og er frá Slippfélaginu.
HDan
Skrifa Innlegg