fbpx

ÁVEXTIR SEM GLEÐJA AUGUN

INNBLÁSTURMATUR

Ég byrjaði á því fyrir að verða tveimur árum síðan að gera eitthvað annað og meira við ávextina sem ég bauð stelpunum mínum upp á og þá tók eftir því að þær voru duglegri að borða ef ég ef setti þá upp á myndrænan hátt.

Í skólanum þeirra eru afmælishátíðir tvisvar á ári þar sem börnin koma með eitthvað að heiman í skólann og ég er mjög hlynnt því og finnst þetta skemmtileg nálgun en oftast svigna þessi veisluborð í skólanum undan kökum, kexi, snakki og öðru slíku. Ekki misskilja mig ég er alls ekki á móti því að börn fái slíkar veitingar og ég sendi þær alveg líka með kökur og slíkt á veisluborðið en upp á síðkastið hef ég sent þær með ávexti. Þær voru ekkert alltof hrifnar af hugmyndinni fyrst, voru ekki vissar hvort einhver vildi ávexti þegar kökur og kex væri í boði en raunin var önnur – ávextirnir voru með því fyrsta sem kláraðist í hvert skipti! Við mæðgur föndruðum með ávextina til að heilla augun um leið og bragðlaukana og það virkaði.

Stelpurnar taka virkan þátt í gerð ávaxtalistaverkanna og hafa ekkert minna gaman af en ég, þær koma með hugmyndir og ég fer á netið og leita mér að innblæstri.

Hérna koma nokkrar útfærslur okkar mæðgna að ávaxtalistaverki…

 

avextir

Kanína

img_2415

img_2424

Blómvöndur

img_3542

Jólatré

img_3321

Jólasveinn – hérna settum við grænmeti með, sem er auðvitað alls ekki verra

 

Við fjölskyldan eigum að sjá um eftirréttina á gamlársdag í matarboði tengdafjölskyldunnar minnar og við ætlum að bjóða upp á tvenns konar rétti – súkkulaðimús fyrir þá eldri og ávaxtalistaverk fyrir yngri kynslóðina. Við erum núna á fullu að leita að hugmyndum, því okkur langar að gera eitthvað sem við höfum ekki gert áður.

Mæli með –

 

HDan

JÓLIN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1