fbpx

QUESADILLA MEÐ EDAMAME- OG PINTO BAUNUM

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég gerði þessar ofur ljúffengu og fljótlegu quesadilla í samstarfi við Innnes. Þær eru fylltar með edamame- og pinto baunum, rjómaosti, blaðlauk, spínati, cheddar osti og bornar fram með guacamole og sýrðum rjóma. Ég geri þessar oft enda eru þær einstaklega fljótlegar í undirbúningi. Mér finnst æðislegt að eiga til edamame baunir í frystinum og alltaf gott að eiga baunir í dós. Mission tortillurnar eru virkilega bragðgóðar og passa vel í þennan rétt. Sumarlegur réttur sem ég mæli með að þið prófið.

Fyrir 3-4
Uppskriftin gerir þrjár quesadilla

6 stk Mission tortillur með grillrönd (1 pkn)
6 msk Philadelphia rjómaostur
1 dl blaðlaukur, smátt skorinn
350-400 g edamame baunir
400 g pinto baunir
Ólífuolía
3 lúkur spínat
4 dl rifinn cheddar ostur
Chili flögur
Cayenne pipar
Cumin
Sýrður rjómi
Ferskur kóríander

Guacamole
3 avókadó
2 msk ferskur kóríander
Safi úr ½ lime
Salt & pipar
Chili flögur
2 tómatar, smátt skornir
1 msk rauðlaukur, smátt skorinn

Aðferð

  1. Steikið edamame- og pinto baunir upp úr olífuolíu í 6-8 mínútur. Kryddið þær með cumin, cayenne pipar, salti og pipar.
  2. Smyrjið þrjár tortillur með rjómaosti og dreifið smátt skornum blaðlauk yfir þær.
  3. Því næst dreifið edamame- og pinto baununum yfir og svo spínati.
  4. Stráið rifnum cheddar osti yfir en takið frá 1 dl af ostinum.  Kryddið með chili flögum eftir smekk og lokið tortillunum.
  5. Penslið ólífuolíu á lokuðu tortillurnar og dreifið restinni af cheddar ostinum yfir þær.
  6. Bakið í 8-10 mínútur við 190°C eða þar til þær eru orðnar stökkar og osturinn bráðnaður.
  7. Á meðan quesadilla er að bakast þá gerið þið guacamole. Blandið saman avókadó, ferskum kóríander, safa úr lime, chili flögum, salti og pipar með töfrasprota eða stappið vel saman. Því næst blandið þið tómötum og rauðlauk saman við með skeið.
  8. Berið réttinn fram með guacamole, sýrðum rjóma og ferskum kóríander.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR Í SÓLINNI! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HOLLIR & EINFALDIR KÍNÓAKLATTAR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Helena

    15. May 2020

    Girnó! Hvar fást tortillukökurnar?

    • Hildur Rut

      15. May 2020

      Takk kærlega ? þær fást t.d. í Krónunni ❤️