fbpx

HOLLIR & EINFALDIR KÍNÓAKLATTAR

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Hollir og ljúffengir klattar sem innihalda kínóa, hampfræ, spelt og cheddar ost. Ég nota kínóa mjög mikið í alls kyns rétti en það er bæði mjög hollt og mettandi. Ég sýð alltaf mikið í einu og nota í nokkra daga. Það er t.d. mjög gott að setja það í salöt, nota það sem meðlæti með fiski eða kjöti, í grænmetisrétti, í boost, með eggjum og svo lengi mætti telja! Upphaflega gerði ég klattana fyrir dóttur mína Eddu sem er 19 mánaða í dag og vill helst borða allt sjálf (mjög sjálfstæð þessa dagana). Hún elskar þessa klatta! Ég sker klattana í bita fyrir hana og hún borðar þá með bestu lyst. Mér finnst þeir líka mjög góðir og gott að setja á þá avókadó, grænmeti, ost eða það sem hugurinn girnist.

Uppskriftin gerir 7-8 klatta
2 egg
2 dl kínóa, soðið
1 dl rifinn cheddar ostur
2 msk hampfræ
1 dl spelt
1 msk ólífuolía
Salt og pipar

AÐFERÐ

  1. Skolið kínóað og setjið í pott. Bætið vatni saman við. Hlutföllin eru 1 dl af kínóa á móti 2 dl af vatni. Sjóðið í 15-20 mínútur. Mér finnst gott að sjóða slatta af kínóa og nota í ýmsa rétti næstu daga.
  2. Blandið saman kínóa, hampfræjum, spelti, cheddar osti og kryddið með salti og pipar.
  3. Bætið eggjum og ólífuolíu út í og hrærið.
  4. Steikjið á pönnu þar til klattarnir verða gylltir og stökkir.
  5. Berið fram með smjöri, osti, avókadó, grænmeti eða því sem ykkur dettur í hug.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MONKEY BREAD MEÐ NÓG AF OSTI

Skrifa Innlegg