fbpx

FERSKT TORTELLINI & BRUSCHETTUR

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR
Þetta pasta hef ég margoft gert og er einum of gott til þess að deila ekki uppskriftinni með ykkur. Ég keypti ferskt tortellini með spínat og ricotta sem fæst í öllum helstu verslunum. Gerði svo sósuna úr dásamlega góðri pasta sósu frá Olifa ásamt rjóma, spínati, parmesan, ferskri basiliku og rauðu pestói. Útkoman er rosalega góð. Uppskriftin er tilvalin fyrir grænmetisætur. Ef að þið eruð pasta unnendur þá mæli ég mikið með.
Fyrir 2-3
500 g tortellini með spínati og ricotta
1/3 tómatsósa með basil frá Olifa
1-2 hvítlauksrif, pressað
2-3 msk pestó með sólþurrkuðum tómötum
1-2 dl rjómi
2 lúkur spínat
1 dl parmesan ostur + meira til að bera fram með
8 kokteiltómatar, skornir í báta
Salt og pipar
2 msk fersk basilika

Aðferð

  1. Sjóðið tortellini eftir leiðbeiningum.
  2. Blandið saman sósunni, hvítlauksrifinu, pestó og rjóma. Látið hitna og malla í nokkrar mínútur.
  3. Bætið við spínati, tómötum og parmesan osti og hrærið. Saltið og piprið eftir smekk. Ég mæli með að smakka sósuna til og bæta við hráefnum eftir smekk.
  4. Blandið að lokum tortellini við sósuna og toppið með parmesa og basiliku. Gott að bera fram með bruschetta.

Bruschettur með hvítlauki, tómötum og basiliku

Bruschettur með tómötum og basiliku eru klassískar og dásamlega góðar með þessum rétti. Einnig eru þær sniðugar sem forréttur eða meðlæti með pasta.

1 snittubrauð
2 hvítlauksrif
Ólífuolía
3 tómatar
2 lúkur fersk basilika
Salt og pipar
Ferskur parmesan ostur

Aðferð

  1. Skerið snittubrauð í sneiðar.
  2. Penslið með krömdu hvítlauksrifi og ólífuolíu.
  3. Bakið í ofni þar til það verður gyllt og stökkt.
  4. Smátt skerið tómata og basiliku og deifið yfir nýbakað brauðið.
  5. Saltið, piprið og toppið með rifnum parmesan.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGT CHEDDAR OSTASALAT

Skrifa Innlegg