MÆLI MEÐ Á TAX FREE

BURSTARHÁRNaglalakkSNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð 
Það er Tax Free í verslunum Hagkaupa og mig langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég mæli með.

1. FLOWER FUSHION SHEET MASK – ORIGINS

Ég fékk að prófa þessa maska um daginn og get 100% mælt með þeim. Þetta eru nýju “sheet” maskarnir frá Origins og eru ótrúlega rakagefandi. Það eru til nokkrar týpur og hægt að finna einhvern sem hentar sér.

 

2. MONSIEUR BIG – LANCOME

Ég er búin að vera nota þennan maskara frá LANCOME í rúman mánuð núna og hann er æðislegur. Hann þykkir augnhárin ótrúlega vel og endist lengi á augnhárunum.

 

3. SAHARIENNES BRONZING STONE – YSL

Ótrúlega fallegt sólarpúður úr nýju sumarlínunni frá YSL. Þetta sólarpúður gefur ótrúlega fallega hlýju og fullkomið fyrir sumarið.

 

4. SCULPTING SET – REAL TECHNIQUES

LOKSINS er þetta sett komið til Íslands en þetta er eitt af mínum uppáhalds settum frá RT. Þetta sett er æðislegt til þess að skyggja húðina og gefa húðinni fallegan ljóma. Síðan fylgir ótrúlega fallegt hvítt box með flestum af nýjustu settunum frá RT. Ég skrifaði einmitt færslu um nýjungarnar hér ef þið viljið skoða það nánar.

5. BRONZING GEL – SENSAI

Ég keypti mér þetta bronzing gel frá SENSAI um daginn og sé sko ekki eftir því! Ég var búin að sjá ótrúlega marga mæla með þessu og varð bara að prófa. Þetta er létt krem sem gefur fallegan ljóma og gefur húðinni smá lit, fullkomið í sumar ef maður vill ekki nota farða.

 

6. SUMMER COLLECTION – ESSIE

Mér finnst alltaf gaman að skoða ný naglalökk og sérstaklega nýju sumarlínurnar. Þetta er sumarlínan frá Essie og er ótrúlega sæt.

 

7. PERFECT WORLD – ORIGINS

 

Þetta krem frá Origins er ég búin að nota í allt sumar og er algjört “must” fyrir mig sem flugfreyju. Þetta krem inniheldur hvítt te, verndar húðina frá rauðum geislum og er með 40 í sólarvörn. Þetta er því æðislegt krem fyrir sumar og ferðalagið. Síðan er æðisleg lykt af þessu!

8. COLOR RISTA – L’ORÉAL

Ég hef reyndar ekki prófað þessa vöru en hef heyrt ótrúlega góða hluti og ætla ég sjálf að kaupa þessa vöru á Tax Free. Þetta er Color Rista frá L’oréal og er litasprey fyrir hárið. Mig langar ótrúlega mikið að spreyja endana á hárinu bleika í sumar. Þetta er algjör snilld fyrir sumarið og skemmtileg tilbreyting!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

LOVING TAN & BRÚNKUKREMS TIPS

Skrifa Innlegg