SKUGGA-SVEINN
Geysir var að kynna vetrarlínuna sína Skugga-Svein í gær og við hjá Trendnet létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta, þetta var glæsileg sýning og mikil upplifun. Við sýndum sýninguna LIVE á instastory hjá @trendnetis og einnig sýndum við baksviðs, þar er hægt að sjá allar flíkurnar í línunni og fá smá upplifun hvernig þetta var í gær. Ég hugsa að það sé ennþá hægt að kíkja á sýninguna á instagram-inu ef þið misstuð af því í gær.
Ég var svo heppin að fá að fara baksviðs, kíkja á förðunina og flíkurnar áður en sýningin hófst. Mig langaði að deila með ykkur brot af nýju línunni og segja ykkur frá förðuninni.
Karen Lind & Birgitta Líf xx
BAKSVIÐS
Ég náði bara að taka myndir af nokkrum flíkum en þetta er einungis brot af þessari glæsilegu línu..
Mér finnst rauði liturinn svo ótrúlega fallegur og var mjög áberandi í sýningunni
FÖRÐUNIN

Myndir frá @dyrleifs
Eins og við mátti búast var ég mjög spennt fyrir förðuninni en hún kom ótrúlega vel út á sýningunni. Fríða María sem er ein af okkar þekktustu förðunarfræðingum var hönnuðurinn á bakvið förðunina. Hugmyndin af förðuninni kom meðal annars frá línunni sjálfri en mikið rautt er í flíkunum en einnig segir hún að Geysir sé klassískt merki og vildi halda í það. Mér fannst flíkurnar og förðunin haldast í hendur, passaði mjög vel saman. Allar vörurnar sem voru notaðar eru frá Mac og það var ótrúlega gaman að sjá hvernig þær voru notaðar.
AUGUN:
Paintpot – Groundwork
Augnskuggar – RedBrick, Embark og Ruddy
Augnblýantur – Grey Utility
Maskari – ZoomLash
ANDLIT:
Face&Body farði
Minerlized hyljari
P&P púður
BB bronzer – Refined Golden
Kinnalitur – Vintage Rose
Varirnar voru síðan mjög einfaldar en þær notuðu Dervish varablýantinn og varasalva yfir. Ég mæli með að kíkja á þessa flottu línu og takk aftur fyrir mig Geysir xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg