fbpx

VAL Á UNGBARNASÆNG

BÖRNHREIÐURGERÐMÁNISAMSTARF

Val á ungbarnasæng var mér smá kvíðavaldur þegar við vorum að undirbúa komu Mána. Eigum við að kaupa sæng eða eitthvað annað? Hvernig sæng? Úrvalið er rosalegt! Ég tók mér því góðan tíma til þess að skoða úrvalið vel, við viljum auðvitað bara það besta fyrir litlu krílin okkar. Ég ákvað að setja inn spurningabox á Instagram og bað þar um meðmæli á ungbarnasængum. Ein verslun stóð uppi sem sigurvegari en það var Lín Design. Það var hreint út sagt ótrúlegt hversu margir mæltu með sængunum þaðan. Ég gerði mér því ferð í Kópavoginn og kíkti í heimsókn í Lín Design. Ég gekk ekki tómhent út en þau voru svo dásamleg að gefa okkur ungbarnasæng fyrir Mána. Sængin hefur verið notuð endalaust frá degi eitt og hefur farið fram úr okkar björtustu vonum.

Ungbarnasængin frá Lín Design er fyllt með 100% andadúni og utan um hana er einstaklega mjúkur bómull. Dúnninn er hreinsaður með hita en engin kemísk efni eru notuð við hreinsunina. Sængin er hlý, rakadræg og einstaklega létt. Hún er líka hólfaskipt sem gerir það að verkum að dúnninn helst á sínum stað. Það er mér hjartans mál að velja góðar vörur fyrir Mána minn, það gladdi því þegar ég komst að því að að sængurnar frá Lín Design eru OEKO-TEX® vottaðar sem tryggir að varan sé framleidd á sjálfbæran hátt án allra skaðlegra efna. Þær eru einnig RDS vottaðar sem tryggir ábyrga framleiðsluhætti. Ég mæli með að taka sér nokkrar mínútur og lesa betur um ungbarnasængina frá Lín Design hér.

Við fengum að velja okkur sængurver fyrir ungbarnasængina og var þetta hér fyrir ofan fyrir valinu. Það heitir ‘hjartarfi’ og kemur í nokkrum litum. Sængurverið er ofið í 380 þráða 100% Pima bómul sem er algjör gæða bómull. Sængurverið er einstaklega mjúkt og er því fullkomið fyrir litla bossa. Máni elskar sængina sína og finnst fátt betra en að knúsast í henni og sofna. Við notum hana líka mikið sem undirlag þegar hann liggur í vöggunni og þegar við erum að svæfa hann í fanginu okkar. Við mælum tvímælalaust með þessari gæða ungbarnasæng og rúmfötunum frá Lín Design.

Takk Lín Design fyrir aðstoðina og dásamlegar vörur!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

VELKOMINN Í HEIMINN

Skrifa Innlegg