fbpx

ÚTSKRIFTARVEISLA

LÍFIÐPERSÓNULEGT

Ég er loksins búinn með háskólanám mitt við Istituto Marangoni. Háskólaævintýrið byrjaði samt sem áður í London College of Fashion en eftir ár þá ákvað ég að flytja heim til Íslands, það var erfið ákvörðun en nauðsynleg fyrir andlegu hliðina. Ég þurfti tíma til þess að vinna í sjálfri mér og leyfa sárum mínum að gróa. Það var heldur betur rétt ákvörðun því ég flaug svo inn á annað ár í Fashion Business, Communication and Media við Istituto Marangoni og útskrifaðist með hæstu einkunn í öllum fögum.

Ég og Atli buðum í útskriftarveislu seinasta laugardag. Við buðum okkar nánasta fólki og héldum uppá áfangann með pompi og prakt. Veitingarnar gerði pabbi minn að mestu leyti, en ef ég á að treysta einhverjum fyrir góðar veitingar þá er það pabbi. Við buðum uppá allskyns drykki og það var m.a. hægt að gera sinn eigin moscow mule með hjálp frá drykkurÉg er svo meyr og þakklát eftir þetta stórkostlega kvöld, fólkið mitt gerði það ógleymanlegt og ómetanlegt. Sjálf útskriftarathöfnin verður ekki fyrr en seint í haust vegna covid en mér fannst það mikilvægt að halda uppá þennan stóra áfanga sem fyrst. Við fengum dásamlegt veður og allir skemmtu sér svo vel. Mig langar að deila með ykkur myndum frá veislunni því myndir segja meira en þúsund orð.

Takk DRYKKUR fyrir engifer bjórinn og rósa límónaði – algjört uppáhalds !

Takk allir sem hafa sent mér skilaboð, ég hef fengið ótal mörg og þau gleðja mig svo. Takk takk takk !! Ég mun svo koma til með að deila með ykkur hvaðan kjóllinn og skórnir eru – ég veit um marga sem eru ansi forvitnir.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

RAUÐAR VARIR

Skrifa Innlegg