fbpx

RAUÐAR VARIR

FÖRÐUN

Ég má til með að deila með ykkur geggjuðu vara combo-i sem býr til hinar fullkomnu rauðu varir. Ég elska að vera með rauðan varalit en er alltaf mjög meðvituð um varalitinn þegar ég nota rautt. Mér finnst eins og margir rauðir varalitir eigi það til að smita frá sér og klínast útum allt, á allt .. sammála? Allavega, það sem mér finnst mikilvægt þegar ég ætla að vera með rauðar varir er fyrst og fremst undirbúningurinn. Ég skrúbba varirnar með varaskrúbb, nota góðan varablýant til þess að móta varirnar, púðra meðfram varalínunni og set svo frekar minna en meira magn af varalitnum á varirnar. Síðast en ekki síst þá mæli ég með að kíkja alltaf á tennurnar áður en út er haldið, það er fátt verra en að vera með rauðan varalit á tönnunum – trúið mér ég hef lent í því vandræðalega oft ..

Varablýantur : REDD frá MAC
Varalitur : SMART frá KIKO

Ég elska að vera með rauðar varir, hver er þinn uppáhalds varalitur?

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SVEITASÆLA

Skrifa Innlegg