Mér finnst mjög skemmtilegt að breyta til um klippingu enda er ég mjög dugleg að prófa nýtt. Ég hef verið með svart, svokallað ombre, strípur, þvertopp, hliðartopp, axlarsítt og svo lengi mætti telja. Það var því kominn tími á breytingu en ég er búin að leyfa hárinu að vaxa í dágóðan tíma. Ég var komin með mjög sítt hár sem óx rosalega hratt á meðgöngunni og ég komst að því að það er ekkert voðalega þægilegt að vera með sítt hár með barn á brjósti. Máni elskar að rífa í hárið mitt og ég vaknaði með stóra flóka eftir næturgjafir. Mig langaði því að stytta það töluvert og fá meiri hreyfingu í það. Ég fann mynd á Pinterest og bað Tótu mína sem hefur verið klipparinn minn undanfarin ár að gera sambærilega klippingu. Hún gat svo sannarlega farið eftir óskum mínum og ég er svo ánægð með útkomuna! Ah það er svo gott að breyta til .. ég mæli með því fyrir alla. 😍
Nýklippt mamma með kaffibolla við hönd á meðan unginn sefur, nýja núið. Ég mæli með að vera djarfur og prófa nýjar greiðslur, það er bara svo skemmtilegt!
Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg