fbpx

ÞESSAR VÖRUR RÖTUÐU Í KÖRFUNA MÍNA Á CULT BEAUTY

HÚÐUMHIRÐA

Ég pantaði í fyrsta skipti frá Cult Beauty í síðustu viku, aðallega vörur sem fást ekki hér eða eru allavega ódýrari á Cult. Ég veit ekki af hverju en ég varð alveg extra spennt að fá þessa sendingu í hendurnar, það er svo gaman að prufa nýjar húðvörur – tengir einhver? Pakkinn kom heim eftir aðeins 2 daga, ótrúlega hröð og góð þjónusta. Mæli með!

Ég ætla að deila með ykkur þeim vörum sem ég pantaði mér.

Ég keypti þessar augnskífur í Sephora þegar ég bjó í Milano. Þær eru ótrúlega góðar og hjálpa við bólgu í kringum augu.

NARS hyljari. Mig vantaði hyljara og fékk ég góð meðmæli með þessum.

Nýr hárbursti! Þessi er strax kominn í algjört uppáhald. Hann er frá merkinu Wet Brush.

Hyaluronic acid frá The Ordinary. Ég nota þessa vöru daglega og elska hvað hún gefur húðinni mikinn raka.

Ég er búin að sjá mikið af þessari vöru bæði á Instagram og Tiktok, því var hún ein af fyrstu vörunum í körfuna hjá mér.. Ég er nýbyrjuð að nota hana en hlakka til að sjá hvort ég fíli hana.

Vantaði nýjan, græðandi varasalva. Þessi er með ferskjubragði og er æðislegur.

Varan sem ég var spenntust fyrir.. C-vítamín og EGF – algjör ofurbomba fyrir húðina. Ég spurði fylgjendur mína á Instagram hvaða c-vítamín húðvari góð, þessi fékk mörg atkvæði. Ég er líka nýbyrjuð að nota þessa vöru en ég mun láta ykkur vita hvernig mér líkar.

Þurrbursti fyrir líkamann, því húðin er okkar stærsta líffæri. Ég er búin að nota þennan bursta einu sinni og ég elska hann! Húðin varð svo dásamlega mjúk og ljómandi eftir notkun.

Fyrir augabrúnirnar – ég fer ekki í litun og plokkun og hef ekki gert síðan 2014. Ég vil hafa augabrúnirnar mínar eins náttúrulegar og hægt er og nota ég því engan fastann lit. Mér finnst aftur á móti frábært að grípa í þennan lit til þess að skerpa þær og láta þær haldast fallegar. Mæli með 🥰

Þessa vöru fékk ég í hárið síðast þegar ég fór í litun, fannst svo góð lykt af henni og heillast svo af Aveda. Hárið mitt hefur verið ansi þurrt og líflaust undanfarið og er ég því ánægð með að hafa fjárfest í smá hár-dekri.

Þetta voru vörurnar sem ég pantaði mér frá Cult Beauty en ég mæli eindregið með að skoða vefverslunina, þau bjóða uppá öll helstu merkin og er því úrvalið endalaust.

Ég vona að þið hafði haft gaman af því að lesa þessa færslu og sjá hvað ég pantaði mér frá Cult Beauty. 😊

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

GALLABUXNABLÆTI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Eygló

    5. February 2021

    Spennadi! Hvernig var með sendingarkostnað og tollgjöld, hversu mikill kostnaður bættist við með þeim gjöldum?