fbpx

OUTFIT // ÍSLAND

OUTFITTÍSKA

Þið verðið að afsaka blogg lægðina hjá mér, hið daglega líf kom bankandi uppá og hefur verið ansi mikið að gera hjá mér. Núna er ég stödd á Íslandinu góða og er búin að vera á miklu spani og hlaupandi á milli staða að útrétta, en litla systir mín var að útskrifast frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í dag og mun hún halda veislu fyrir ættingja og vini annað kvöld.

Ég má til með að deila með ykkur outfitti sem ég klæddist einn kaldan dag hérna á klakanum. Eins mikið og ég elska sól og hita þá heillar veturinn mig líka, tími layera, pelsa og trefla – Love It.Pels : MONKI
Leopard kjóll : TOPSHOP
Leðurbuxur : ZARA
Skór : DIOR
Taska : GUCCI
Trefill : ACNE STUDIOS

Þetta er minn allra uppáhalds pels en ég var svo lukkuleg að finna hann á útsölu þegar ég var stödd í Helsinki árið 2012, fyrir 7 árum og ég nota hann ennþá daginn í dag!! Ég tel það vera ansi gott notagildi svo er hann faux fur í þokkabót.

Það verður ekki lengra að þessu sinni, er farin að preppa partý morgundagsins!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

AUKIN ORKA MEÐ GEOSILICA?

Skrifa Innlegg