fbpx

Á ÓSKALISTANUM : ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI

Eitt af því sem ég vildi að ég hefði pakkað niður þegar ég fór frá Milano er mjúki sloppurinn minn. Hann var það fyrsta sem ég fór í á morgnana og það jafnaðist ekkert á við það að fara í hann eftir langan dag í stórborginni. Það er bara einhvað við mjúka sloppa sem gerir allt meira huggulegt.
Ég bý í ferðatösku eins og er en það er klárlega lítið vandamál miðað við ástandið í heiminum. Ég mun ekki komast til Milano fyrr en eftir allavega 3 vikur svo að ég þarf að redda mér þangað til. Ég er meira og minna alltaf í kósýgallanum en reyni að gera mig smá til á morgnana, ég t.d. sleppi aldrei húðrútínunni – það er mikilvægt að reyna að halda í smá rútínu og hugsa vel um sig í leiðinni. Undanfarið hef ég verið að vafra um á netinu, aðallega til þess að skoða hvaðan ég get keypt kosy föt. Því fór ég að hugsa um sloppa og datt inná síðuna hjá TEKLA, en hún Elísabet okkar á einmitt slopp frá þeim.




Mér finnst þetta litacombo mjög heillandi og væri ég ekki á móti einum svona mjúkum. TEKLA fæst í Norr11 hérna á Íslandi. Náttsloppur frá mér til mín? Það hljómar vel ;)

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

ÞAKKLÆTI

Skrifa Innlegg