fbpx

NÝ RÆKTARFÖT Í FATASKÁPINN // GJAFALEIKUR MEÐ WODBÚÐ

HEILSAHREYFINGSAMSTARF

Það er búið að vera vægast sagt erfitt að koma mér í gang eftir meðgönguna. Mér hefur fundist erfitt að finna tíma fyrir hreyfingu og svo hefur mig sárvantað hvatningu. Ég var því mjög glöð þegar Wodbúð hafði samband við mig en ég vissi að það var akkúrat hvatningin og innblásturinn sem ég var að leita af. Ég gerði mér ferð í fallegu búðina þeirra í Faxafeninu og mátaði heilan helling. Ég fékk meðgöngubuxur frá þeim þegar ég var ólétt af Mána og notaði þær óspart á meðgöngunni. Þær uxu með mér og bumbunni minni og notaði ég þær alveg þangað til að Máni fæddist. Þær voru frá merkinu Aim’n svo ég ákvað að skoða það merki extra vel þegar ég heimsótti Wodbúð. Að lokum nældi ég mér í beige-litað sett frá LUXE línunni frá Aim’n. Ég hef alltaf verið í svörtum íþróttafatnaði svo mér fannst tilvalið að breyta til og bæta við beige-tónum í fataskápinn. Buxurnar eru saumalausar með góðu aðhaldi, þær eru mjúkar og ekki gegnsæjar. Ég gjörsamlega dýrka þær! Ég valdi topp með miklum stuðningi en hann hvorki kremur né tosar. Hann er einstaklega þægilegur og sé ég fram á að nota hann líka hversdags. Þið getið skoðað buxurnar hér og toppinn hér.

Elska þetta sett! Ég nældi mér líka í joggingpeysu frá sama merki, einnig í beige. Hugsa að ég verði að fá mér buxur í stíl, þægilegur jogginggalli er must í fæðingarorlofinu!

Svo verð ég að deila með ykkur gjafaleiknum sem ég og Wodbúð erum með á Instagram. Ég mun draga út tvo heppna aðila sem vinna sitthvort 20.000 kr. gjafabréfið í Wodbúð. Þeir heppnu geta dressað sig upp til þess að koma sér í gang eins og ég eða einfaldlega hresst upp á fataskápinn! Wodbúð er með tryllt úrval af fallegum ræktarfötum en líka fötum sem hægt er að nota hversdags. Ég mæli eindregið með heimsókn. 🥰

Þið getið tekið þátt í gjafaleiknum hér eða með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

Á FERÐ OG FLUGI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    6. July 2022

    Glæsilegt ertu:) Eeeeelska mínar beige aimn buxur líka:) Þarf að fara að bæta við safnið!