fbpx

NOTAR ÞÚ SÓLARVÖRN DAGLEGA?

ANNA MÆLIR MEÐHÚÐUMHIRÐA

Ég lofaði ykkur fyrir alltof löngu síðan að tala um sólarvarnir. Það tók mig smá tíma en ég hef loksins fundið sólarvörn sem ég elska! Um er að ræða hina vinsælu Sun Project Water Sun Cream frá Thank You Farmer. Hún er SPF50, létt, vatnskennd og algjörlega ósýnileg á húðinni. Ég hef prófað margar sólarvarnir en þessi er klárlega í uppáhaldi. Húðin klístrast ekki, það ‘kornar’ ekki af henni og eins og ég  nefndi hér fyrir ofan þá er hún svo létt og þægileg. Mér finnst best að setja vel af vörninni eftir að ég set á mig rakakrem en svo má ekki gleyma að bæta á yfir daginn. Ég hef pantað vörnina frá Thank You Farmer frá Cult Beauty en ég hef nokkrum sinnum pantað þaðan og hef ég m.a. deilt með ykkur kaupum þaðan hér. Hún á það til að seljast upp á Cult Beauty svo ég mæli með að hafa hraðar hendur ef ykkur langar að prófa, þið getið verslað sólarvörnina hér.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á slíku þá er sólarvörnin bæði cruelty free og vegan!
Eitt að lokum .. munið að nota sólarvörn allan ársins hring. Húðin er okkar stærsta líffæri og við þurfum að vernda hana gegn hættulegum geislum sólarinnar. Svo er sólarvörn hin besta forvörn gegn öldrun og skemmdum húðarinnar. ☀️

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SANDALAR Á ÓSKALISTANUM

Skrifa Innlegg