fbpx

NAUÐSYNLEGUR FYLGIHLUTUR FYRIR SUMARIÐ

SUMMERTÍSKA

Mig er búið að langa að kaupa mér fína derhúfu í dágóðan tíma og sumarið er frábært tækifæri til þess! Síðustu dagar eru búnir að vera dásamlegir og sat ég úti í sólinni meira og minna alla helgina, ég er mjög dugleg að maka á mig sólarvörn en kollurinn gleymist oft. Derhúfa er því fullkomin í þetta veður og svo sakar ekki hvað derhúfa er flottur fylgihlutur. Ég gerði mér ferð í Húrra Reykjavík, þar er hægt að finna gott úrval af flottum derhúfum en keypti mér húfu frá Norse Projects. 

Ef þið hafið áhuga á að kaupa ykkur flotta derhúfu fyrir sumarið þá mæli ég líka með Farfetch, Selfridges og Net-a-porter. Þar er hægt að finna endalaust úrval af fallegum derhúfum frá flottum merkjum.

Love it! Hlakka til að nota þessa í sumar ☀️ Ég mun svo fljótlega deila með ykkur sólarvörnum sem ég mæli með, það er nauðsynlegt að nota góða andlitsvörn í sumar (og alla daga) – ekki gleyma því!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HVAÐ ER FRÆ?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    5. May 2021

    Sæta fína ÞÚ