Ég er búin að vera í eilífðar basli með maskara, allir þeir sem ég prófa leka á endanum. Þetta hefur víst eitthvað með augnhárin mín að gera og að þau framleiði extra mikla olíu. Ég hef eitt mörgum þúsundköllum í að prufa nýja maskara, bæði vatnshelda og ekki en hingað til hefur enginn virkað nógu vel. Ég og systir mín höfum báðar verið að kljást við þetta vandamál og höfum við fengið ótal tips en aldrei verið nógu ánægðar. EN loksins eftir margra ára leit, fann systir mín maskara sem lekur ekki neitt. Ég átti erfitt með að trúa henni þegar hún sagði mér frá maskaranum og var alveg viss um að hann myndi leka hjá mér en nei við höfum loksins fundið maskara sem lekur ekki. Um er að ræða Telescopic frá L’oreal, ég er búin að vera að nota hann í nokkrar vikur núna og ég er ástfangin. Það er ótrúlegur léttir að geta sett á sig maskara og að þurfa ekki að kíkja í spegil á nokkurra mínútna fresti. LOVE IT!
Maskarinn lengir, gerir augnhárin náttúrulega falleg og ekkert svart undir augunum – þá er ég ánægð!
Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg