fbpx

LJÓSIN HEIMA // NEÐRI HÆÐIN

HEIMASAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Lýsingu og Hönnun

Jæææja ég er búin að bíða spennt eftir að deila þessari færslu með ykkur. Ég og Atli höfum eytt seinustu vikum í miklar framkvæmdir heima og þ. á m. ljós. Í samstarfi við Lýsingu og Hönnun völdum við okkur ljós inn í íbúðina, við fengum ómetanlega aðstoð og ráðgjöf frá Erlu en hún er rekstrarstjóri og lýsingarráðgjafi fyrirtækisins. Við höfðum ákveðna hugmynd varðandi lýsingu en eftir mikla aðstoð og ráðgjöf frá Erlu þá erum við í skýjunum með útkomuna. Það er hreint út sagt ótrúlegt hvað falleg lýsing gerir mikið fyrir rými, ég elska að vera heima en ég elska enn meir að vera heima núna eftir að ljósin voru sett upp – það er einfaldlega besta tilfinning í heimi að líða vel heima hjá sér. Ég ætla að deila með ykkur neðri hæðinni hjá okkur og fara yfir hvert einasta ljós sem við erum með í þeim rýmum. Ég mun svo deila með ykkur efri hæðinni seinna.

Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur TUBE kastarana okkar. Við upprunalega vildum fá kastara í flest rými en ákváðum svo að hafa þá í forstofunni og á ganginum sem leiðir að stiganum. Ég er ótrúlega skotin í TUBE, þeir eru algjört augnkonfekt og koma vel út í öllum rýmum. Skoðið TUBE betur hér.

Við eru með tvo stigaganga, annar sem liggur frá sameigninni og upp á aðra hæð. Það var alltaf dimmt í þessum gangi og þurftum við því nauðsynlega að fá fallega lýsingu í því rými sem myndi birta það til og gera rýmið hlýlegra. Við fengum okkur því veggljósið LENNE sem er í sama stíl og borðstofuljósið okkar, meira um það hér fyrir neðan. Það er ótrúlegt að sjá muninn á stigaganginum sem er reyndar ekki tilbúinn en við erum eftir að fá okkur fallegt handrið. Þið getið skoðað fallegu veggljósin betur hér.

Næst er það stofuljósið, sem ég elska elska elska !! Það heitir CARVED PUMPKIN og kemur svo vel út sem loftljós. Lýsingin frá því er dásamleg og get ég ekki beðið eftir að sjá það yfir vetrartímann. Ég hélt í fyrstu að hangandi loftljós kæmi best út en ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér. Erla benti okkur á þetta ljós og það er að slá í gegn. Dásamlega fallegt .. sammála? Þið getið skoðað ljósið betur hér.

Við vorum búin að ákveða að fá okkur langa braut af kösturum fyrir framan eldhúsinnréttinguna, sem myndi setja ‘punktinn yfir i-ið’. Við tókum 4ja metra braut og 6 kastara, vá hvað þetta breytir miklu og gerir innréttinguna fallega. Kastararnir heita CORVUS, þið getið skoðað þá betur hér.

Síðast en ekki síst .. fallega fallega fallega 10 arma borðstofuljósið okkar. Það heitir LEANNE og er vægast sagt dásamlegt. Við fengum okkur Philips Hue Retro perur sem gerir það enn fallegra og meira grand. Þið getið skoðað fallega borðstofuljósið hér.

Ég er svo ánægð með neðri hæðina og hefði ekki getað þetta án elsku Erlu frá Lýsingu og Hönnun. Hún er með puttan á púlsinum og veit nákvæmlega hvað hún er að gera þegar kemur að lýsingu og ráðgjöf. Ég mæli með að hafa samband við hana og gera ykkur ferð á vefsíðuna hjá Lýsingu og Hönnun eða kíkja til þeirra í Skipholt 35. Ég er í skýjunum með þetta allt og hlakka til að sýna ykkur efri hæðina hjá okkur – sem er alls ekki síðri.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÝTT FRÁ GANNI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1