“Takk 2020 fyrir allt sem þú hefur kennt mér og það sem mikilvægara er, fært mér. Þrátt fyrir erfitt ár sem hefur tekið á andlegu hliðina þá get ég ekki verið annað en þakklát. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað 2021 mun færa mér. 2021 mun fara í sjálfsvinnu, rækta sambönd mín við fjölskyldu, vini og ástina í lífi mínu, Atla.”
Tekið af Instagram síðu minni. 2020 var svo sannarlega viðburðaríkt ár, ég held að ég hafi sjaldan verið í jafn miklu ójafnvægi – sem ég held að margir tengi við. Þrátt fyrir erfitt og skrýtið ár þá er ég samt þakklát fyrir það, ég tók mörg stór skref í rétta átt, fór langt fyrir utan þægindarammann og gerðist sterkari andlega fyrir vikið.
Ég tók saman highlights frá liðnu ári og ætla að deila með ykkur.
Árið byrjaði vel, ég fór snemma á árinu til Rómar með Júlíu systur.
Atli kom loksins í heimsókn til mín til Milano.
Við Emma á Milan Fashion Week í febrúar .. little did we know
Fáeinum dögum síðar var ég komin í flugvél, með grímu á leiðinni til Íslands – að flýja elsku Milano ..
Næstu vikurnar voru vægast sagt erfiðar. Emma mín var föst í Milano og ég komst ekki til baka að sækja hana.
Ég reyndi að dreifa huganum með útiveru og hreyfingu.
10 (!!!) vikum síðar náði ég að fljúga til Milano að sækja Emmu og pakka niður íbúðinni minni sem ég hafði búið í sl. 2 ár.
Ég var í Milano í u.þ.b 10 daga og náði á met tíma að undirbúa Emmu til flutnings til Íslands,
en það er ekkert grín að flytja dýr til landsins.
8 töskum og fjölda UPS kassa síðar ..
Komnar til Stokkhólms eftir svefnlausa nótt á flugvallargólfinu í Frankfurt.
Sameinaðar aftur eftir að Emma kláraði 2ja vika einangrun. Þvílík hetja sem hún er ..
Útivera og þessi björguðu geðheilsunni.
Ég ákvað að halda uppá útskriftina mína í lok júlí. Á þessum tíma var ég búin að skila lokaverkefninu mínu en enn var ekki vitað hvenær útskriftin myndi vera, og hvort hún myndi vera yfir höfuð. Ég bauð mínum nánustu og vá hvað það var gaman! Ég hef sjaldan brosað jafn mikið enda fékk ég strengi í brosvöðvana daginn eftir.
Mín stoð og stytta.
Okkur Atla var boðið að dvelja á Hótel Geysi, dásamleg ferð í alla staði. Ég mæli með fyrir alla að gera sér ferð á Hótel Geysi, ég ætla tvímælalaust að fara aftur á þessu ári.
Nýkomin úr búbblubaði, með sjöstrand bolla og friðsæld – draumur!
Við ákváðum að flýja til Mývatns í tvær nætur í ágúst.
.. svo gisting á GeoSea í september.
Ég held ég hafi aldrei gist jafn oft á hótelum á Íslandi á einu ári. Mjög dýrmætt í minningarbankann.
Ég tók smá þátt í Konur Eru Konum Bestar – elska þetta verkefni hjá ofurkonunum okkar.
Afmæliskona í lok nóvember – ég hef alltaf verið mikið afmælisbarn og þótti mér dásamlegt að geta haldið smá uppá það.
Og svo voru allt í einu komin jól. Við héldum uppá fyrstu jólin okkar saman, heima í 101.
Áramótin gengin í garð og 2020 kvatt, ekki með trega ;)
Lífið með þessum er einfaldlega best.
Ég er ansi sátt með árið 2020. Ég flutti með aleiguna til Íslands. Flutti inn til Atla. Útskrifaðist frá Istituto Marangoni með hæstu einkunn. Tók að mér allskyns skemmtileg verkefni. Tók ótalmörg skref út fyrir þægindarammann.
Skál fyrir 2021 – ég hlakka til að sjá hvað næstu 365 dagar munu færa mér.
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg