Það var ekki skortur á sólskini í stórborginni í dag þrátt fyrir mikinn kulda. Ég hef verið að upplifa óþæginlega óvissu á morgnana þegar ég er að gera mig til fyrir daginn. Það er erfitt að segja til um hvernig ég á að klæða mig hverju sinni og hversu mikið eða jú lítið. Það er kalt en samt sól, svo að það er alveg ágætlega heitt en bara þegar sólin skín .. æ þið fattið, smá lúxus vandamál ;)
Allavega þá er systir mín er komin í heimsókn til okkar Emmu og verður til mánudags. Við ætlum að kíkja til Rómar á morgun og vera í tvær nætur, þar ætlum við að njóta í botn. Seinustu dagar hafa verið vægast sagt æðislegir en mér finnst alltaf svo gott að fá íslenskar heimsóknir, það hjálpar við heimþránna.
Ég ætla að deila með ykkur því sem ég klæddist í dag en ég byrjaði daginn í skólanum og hitti svo Júlíu systur niðrí bæ. Við fórum á Il Salumaio di Montenapoleone í hádegismat en hann er einn af mínum allra uppáhalds stöðum hér í Milano. Svo tók við bæjarrölt og að sjálfsögðu kíktum við í garðinn okkar en þar elskar Emma mín að vera.
Ég er loksins komin með minn eigin einkaljósmyndara sem nennir að taka myndir af mér .. Takk Júlía mín x
Í því tilefni ætla ég að deila með ykkur myndum af mér frá því í dag, þar sjáiði hverju ég klæddist.
Army jakki : Spúútnik
Loðvesti : Zara
Gallabuxur : Weekday
Stígvél : Louis Vuitton
Sólgleraugu : Tom Ford
Leðurhanskar : Hugo Boss
Ég er alveg afskaplega hrifin af þessu loðvesti, það er extra djúsí útaf kraganum sem nær alveg upp að eyrum ef ég vil.
Í þessum skrifuðu orðum er ég að fara að gera mig tilbúnna fyrir næstu máltíð en við systurnar ætlum að gera okkur fínar og fara á annan af mínum uppáhalds stöðum, Penelope a Casa. Þið sem lásuð afmælisfærsluna mína munið kannski eftir honum, hann er í miklu eftirlæti og ætla ég að klæðast nýjum buxum sem ég fékk í vikunni. Það er aldrei að vita nema að ég deili með ykkur kvöldinu og því sem ég klæðist hér á Trendnet!
Takk fyrir að lesa og þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg