Ég er búin að eiga dásamlega helgi en ég keyrði til Hveragerðis með mömmu og við gistum á Inni Apartments – mæli með! Ég átti þessa 24ja tíma pásu vel inni og var hún svo velkomin. Ég keyrði mig alveg út í desesmber og náði ekkert að hvíla mig almennilega. Ég lofaði sjálfri mér að 2021 myndi fara í sjálfsvinnu og ætla ég virkilega að standa við það. Ég byrjaði árið með krafti og skráði mig í fjarþjálfun hjá Indíönu Nönnu og GoMove – skoðið betur hér. Ég hélt ég myndi aldrei fíla það að æfa heima en vá hvað það kemur mér á óvart – ég er að elska þetta! Ég keypti mér ketilbjöllu og átti teygjur, sippuband og mottu. Ég finn strax fyrir aukinni vellíðan, bæði andlega og líkamlega! Ég mæli með fyrir alla að taka smá tíma í hreyfingu á hverjum degi, það þarf ekki að vera lengur en 30-45 mínútur – við græðum bara af því! Janúar til sælu, það er mitt markmið og ætla ég að eyða góðum tíma í sjálfsvinnu – og sjálfsást! Sjá hér.
Ég tók ekki margar myndir um helgina en þið fáið að sjá tvær og vonandi finnið þið fyrir huggulegheitunum og hversu dásamlegt og friðsælt ör-fríið var.
Fyrir ári síðan deildi ég með ykkur færslu um nýtt ár og markmið, mér finnst færslan enn eiga við og er klárlega góð lesning fyrir nýja árið. Þið getið lesið færsluna “Nýtt ár, nýr kafli” hér.
Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg