fbpx

ÍSLENSKA NÁTTÚRAN, NÆRING FYRIR SÁLINA

HEILSAÍSLANDSJÁLFSVINNA

Það er fátt sem gleður mig jafn mikið eins og íslenska náttúran. Hún er einfaldlega óaðfinnanleg og gerir svo margt fyrir andlegu hliðina. Ég hef verið að finna fyrir ójafnvægi vegna ástandsins á Ítalíu og allri þeirri óvissu sem fylgir. Það er því mikilvægt fyrir mig að taka upp verkfærakistuna sem er stútfull af verkfærum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Ég er að sjálfsögðu að tala um verkfæri fyrir sjálfsvinnu. Eitt af þeim er hreyfing og útivera, helst saman. Það er nefnilega ótrúlegt hvað hreyfing í fallegu umhverfi gerir fyrir sálina, hún nærist af vellíðan og góðri orku.
Ég fór með systur minni og hundinum okkar Stormi í Paradísardal. Það er yndislegt hundasvæði hjá Rauðavatni þar sem Stormur gat hlaupið um frjáls í snjónum. Hringurinn sem við tökum vanalega er um 5 km og var það vægast sagt yndislegt að ganga um í snjónum með sól í augunum. Næring fyrir sálina.

Ég tók nokkrar myndir af fallega umhverfinu sem mig langar að deila með ykkur. Íslenska náttúran, breathtaking ..








Ég mæli með útiveru fyrir ykkur sem finnið fyrir ójafnvægi, kvíða, depurð eða einfaldlega líður vel en vantar smá orkuskot og vellíðan. Yndislega íslenska náttúra, nýtum okkur hana til fulls – sérstaklega á fallegum, sólríkum dögum!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

UPPÁHALDS VARACOMBO

Skrifa Innlegg