fbpx

LÖNG HELGI Á ÍSLANDI

LÍFIÐ

Í seinustu viku flaug ég til Íslands þar sem að Júlía systir var að útskrifast af náttúrufræðibraut frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Þá er að sjálfsögðu um mikinn fögnuð að ræða og gat ég ómögulega misst af því. Eins og allar heimsóknir mínar til Íslands hafa verið undanfarið þá samanstanda þær af hlaupum útum allan bæ, mikið af faðmlögum, hlátri og hamingju. Ég sakna þess mikið að búa á Íslandi, eins og það er yndislegt að búa hérna í Milano þá er ég heimakær og þarf að vera nálægt fólkinu mínu. Því erum við Emma að flytja heim í vor, eftir útskrift hjá mér – ég er svo spennt og glöð að hafa tekið þessa ákvörðun en hún var leyndarmál til að byrja með, núna mega allir vita :)

Ég ætla að leyfa þeim myndum sem ég tók sl. daga að tala sínu máli –


Fyrstu dagarnir fóru í stúss fyrir veisluna og í heimsóknir útum allan bæ ..


Ég fór í portrait töku til Hlínar Arngríms sem er algjör fagmaður þegar kemur að ljósmyndun.

Ég gæti ekki mælt meira með henni, hún hefur frábæra nærveru og lét mér líða vel.
Ég mæli með að fylgja henni á Instagram hér.


Preppað fyrir veisluna, þá er líkaminn skrúbbaður og bólgin augu löguð með Skyn Iceland. Vörurnar fékk ég að gjöf frá Maí

Svo fengum við mæðgurnar vinkonu okkar hana Lilju Dís til þess að mála okkur. Hún er ein besta MUA sem ég þekki og mæli eindregið með henni. Skoðið það sem hún hefur verið að gera hér.


Fallega, góða fjölskyldan mín.


Þrátt fyrir kalt kvöld þá tjölduðum við yfir pallinn svo að gestir gætu setið úti að vild.  

Við vorum með hitara og teppi sem héldu öllum heitum.



Matinn gerðum við mestmegnis sjálf en við pöntuðum einnig frá Mandi.

Við fengum frá þeim allskyns vefjur, falafel, hummus og fleira.
Ég mæli með að skoða veisluþjónustuna sem þau bjóða uppá.



Ég er svo rík af yndislegum, sterkum ofurkonum.

Þvílíkt sem ég er lukkuleg að hafa þær í lífi mínu.
Ps það vantar nokkrar xx

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

OUTFIT // ÍSLAND

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    21. November 2019

    Æ þið eruð svo yndisleg fjölskylda – gaman að þú gast verið viðstödd útskriftina og SPENNANDI að heyra með vorið og ákvörðunina að flytja heim.

    knús x

    • Anna Bergmann

      21. November 2019

      Knús til þín elsku Elísabet xx

  2. Silla

    21. November 2019

    Hæ hvaðan er þessi fallegi kjóll sem þú ert í veislunni?

    • Anna Bergmann

      21. November 2019

      Hann er frá Zöru xx