fbpx

INDVERSKUR KARRÝRÉTTUR MEÐ RÆKJUM OG KJÚKLINGABAUNUM

ANNA MÆLIR MEÐMATURUPPSKRIFTIR


Þegar þessi færsla er skrifuð sit ég á flugvellinum í Milan og bíð spennt eftir að komast í mitt flug. Eins og nánast alltaf þegar ég flýg ein þá er ég komin alltof snemma og þarf núna að bíða .. En mér þykir það heldur betra en að hlaupa með stresshnút í maganum í gegnum völlinn, ég nefnilega verð svo stressuð að eitthvað fari úrskeiðis þegar ég flýg ein – tengir eitthver?
Í þetta skipti er ferðinni haldið til London, ég ætla að eyða helginni þar og fer svo til Íslands.
Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af inverskum karrýrétt sem ég matreiddi fyrir ekki svo löngu síðan. Það allra besta við karrýrétti er að það er hægt að nota nánast hvaða hráefni sem er, hvort sem það er grænmeti, baunir, tófú, kjöt, kjúklingur og jafnvel fiskur! Í þetta skipti notaði ég það sem átti til í ísskápnum og mikið sem ég var ánægð með útkomuna – algjört nammi !

Hráefni
1 dós kókosmjólk
4 sætar paprikur
1 bufftómatur
1 rauðlaukur
100 g rækjur
1 dós kjúklingabaunir
lúka af steinselju
2 tsk karrýkrydd
1 tsk garam masala
3 hvítlauksgeirar
1 lime
salt og pipar eftir smekk

Aðferð
1. Rækjur afþýddar ef frosnar og skolaðar vel.
2. Hita pönnu vel og byrja að steikja tómatana, hvítlauk bætt við og síðan rækjunum.
3. Leyfum tómötunum og rækjunum að malla saman á meðan við undirbúum restina af grænmetinu.
4. Bætum við lauknum, paprikunum og steinseljunni.
5. Kókosmjólkinni bætt við, blöndum öllu vel saman og bætum við kjúklingabaununum (við viljum ekki steikja kjúklingabaunirnar heldur leyfum þeim að mýkjast og eldast í sósunni).
6. Bætum við kryddunum og ekki spara karrýkryddið, því bragðmeira því betra. Kreistum hálfu lime yfir.
7. Til þess að þynna út karrýsósuna er hægt að bæta við aðeins af vatni eða eins og í mínu tilfelli kókosmjólk í fernu.
8. Indverskir réttir eru bestir ef þeir fá að malla í dágóða stund, því leyfum við þessu að malla saman við lágan hita í rúmar 20 – 30 mínútur.
–> Þessi réttur er góður bæði einn og sér eða með hrísgrjónum, quinoa, bygg eða hvað sem er.
–> Kreistum lime yfir aftur þegar rétturinn er kominn á diska



Buon appetito!

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

NEW IN // TASKA ÚR VEGAN LEÐRI OG ENDURUNNUM PLASTFLÖSKUM

Skrifa Innlegg