fbpx

HREYFING OG ÚTIVERA

HAUSTHEILSAHREYFINGLÍFIÐ

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur,

Ég er búin að vera fjarverandi seinustu daga og vikur, en ég hef verið að einbeita mér að sjálfri mér og fjölskyldu minni. Seinustu vikur og mánuðir hafa verið erfiðir og tekið á andlegu hliðina – ég er viss um að ég sé ekki sú eina sem finnur fyrir þessu. Samt sem áður er ekkert annað í stöðunni en að reyna að vera bjartsýnn og leita í hið jákvæða. Það skiptir mig öllu að komast út í náttúruna, hreyfa mig og anda að mér fersku súrefni. Haustið er nefnilega dásamleg árstíð, ein af mínum uppáhalds í rauninni. Því er um að gera að njóta hennar í fallegu íslensku náttúrunni, æfa djúpöndun og bara njóta. Þessi litlu skref hjálpa andlegu hliðinni og veita mér vellíðan, sem er svo mikilvægt á tímum sem þessum. Svo er um að gera að fókusa á það jákvæða en við fjölskyldan höfum verið að tala mikið um jólin og finnst okkur mikilvægt að hlakka til einhvers. Við erum byrjuð að hlusta á jólalög og horfa á jólamyndir, sumum finnst það eflaust alltof snemmt en ég finn rosalegan mun á mér eftir að við byrjuðum á þessu. Það er svo mikilvægt að hlakka til og reyna að leita í það jákvæða og skemmtilega, eitthvað sem veitir manni hlýju. Ég er byrjuð að skoða jóladót og plana jólagjafir – ó hvað ég er spennt! Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum frá gærdeginum en við litla fjölskyldan fórum í Heiðmörk og áttum dásamlega stund þar.

Úlpa: Dyngja frá 66°Norður 
Buxur: Nike 
Skór: Dr Martens

Ég vona að þið ætlið að drífa ykkur út og hreyfa ykkur í fallegu náttúrunni í dag, ég veit að ég ætla að gera það!

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

DVÖL Á ION

Skrifa Innlegg