Hreiðurgerðin er löngu hafin hjá mér en snemma í haust fékk ég sterka tilfinningu yfir mig að ég þyrfti nú að vera vel skipulögð og byrja snemma að undirbúa komu stráksins okkar. Við tók Excel skjala-gerð en þar er held ég yfirlit yfir föt og stærðir. Ég er ansi ánægð að hafa byrjað svona snemma og er þakklát fyrir þetta skipulag mitt. Það er nefnilega markmiðið að eiga eins róleg jól og ég get – og mögulega slaka loksins á. Við breyttum ‘lounge-inu’ í fallegt barnaherbergi en til að byrja með mun rúmið hans vera inni hjá okkur, enda myndi ég ekki vilja hafa það neitt öðruvísi. Við keyptum kommóðu frá Ikea sem er hægt og rólega að fyllast af fötum fyrir fyrsta árið hans litla. Ég er búin að vera dugleg að kaupa nýtt sem og smá notað í helstu barnafatabúðum landsins, svo höfum við fengið margar fallegar gjafir. Barnaloppan er algjör gullnáma þegar kemur að barnafötum, þau eru oftar en ekki ný eða lítið sem ekkert notuð! Ég mæli með að gera sér ferð þangað.
Fyrir ofan kommóðuna hengdum við upp fallega String hillu frá Epal ásamt myndum sem ég pantaði af vefsíðunni Postery. Ég er ansi hrifin af leikföngunum frá Main Sauvage en þau fást í versluninni Valhnetu en leikföngin í hillunni eru þaðan. Við vorum svo heppin að fá þessa dásamlegu regnboga, þeir eru handgerðir og eru frá Pinupons. Þeir fást einnig í Valhnetu. Plast kassarnir eru frá Hay og fást í Epal. Mér finnst þeir vera svo sniðug lausn undir allskonar sem við þurfum að grípa í fyrir litla gaurinn okkar.
Það er allt að smella saman hjá okkur en við ætlum að bæta við skiptidýnu á kommóðuna og hafa skiptiaðstöðu þar. Mikið sem ég er orðin spennt fyrir þessu nýja hlutverki! Vonandi finnst ykkur gaman að fylgjast með undirbúningnum hjá okkur en ég reyni að vera dugleg að sýna frá á Instagram. Þið getið skoðað síðuna mína og fylgt mér hér. Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með frekari undirbúning en það mun bara aukast næstu vikurnar. Ég stefni einnig á að deila með ykkur óskalista af því sem okkur vantar og langar í fyrir litla prinsinn.
Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg