fbpx

HELGARBOLLINN

ANNA MÆLIR MEÐFÆÐINGARORLOFIÐ

Helgarbollinn var tekinn á Hygge, tiltölulega nýju kaffihúsi á Seljavegi. Ég bý reyndar í næsta húsi svo ég er tíður gestur á þessu notalega kaffihúsi, við Máni kíkjum þangað nokkrum sinnum í viku. Þar er nóg pláss fyrir vagninn og ansi gott bakkelsi með kaffinu. Mæli með!

Buxur – Envii
Stuttermabolur – Axel Arigato, fæst í Andrá
Blazer – Zara

Mér þótti það ákveðið afrek þegar ég náði loksins að naglalakka mig, lúrarnir hans Mána fara í að þrífa, senda tölvupósta eða eitthvað allt annað en að naglalakka mig. Ég gat ekki staðist það þegar ég fékk nýtt naglalakk frá Essie að gjöf í litnum Blooming Friendship. Það er fallega blátt og birtir upp dökkan klæðnað eins og ég klæðist í á myndunum hér að ofan. Love it!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

STRIGASKÓR FYRIR SUMARIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    9. May 2022

    Loveit!