fbpx

FENDI SPRING 2021 READY-TO-WEAR

Tískuvika í Milano .. ó hvað ég sakna stórborgarinnar á þessum tíma árs. Borgin umturnast og fyllist af flottustu týpum í heimi, eða það finnst mér. Ég ætlaði að sýna ykkur mín uppáhalds look frá Prada en ég varð fyrir miklum vonbrigðum svo að ég ætla að sýna ykkur frá Fendi frekar. Fendi sýningin innihélt bæði womenswear og menswear vegna aðstæðna í heimunum, þið vitið covid og allt það. En ég var ótrúlega hrifin af sýningunni og þá sérstaklega hrifin af fallegu útsaumunum sem þið getið séð á flíkum hér fyrir neðan. Við sáum náttúruleg efni sem og hör, silki, bómul og að sjálfsögðu töskur og fylgihluti sem ég væri alveg til í að eignast. Litirnir voru dásamlegir og gæti ég vel hugsað mér að kaupa flík í ljósbláum eða appelsínugulu fyrir næsta vor. Litirnir sem við sáum sem mest voru off white, ljós blátt, appelsínugult, gult, svart .. elska það. Svo má ekki gleyma boðskortinu sem innihélt Rummo pasta nema það var Fendi-lagað, ég væri alveg til í að fá mér Fendi pasta í kvöldmat, en þið? ?

Hér fyrir neðan sjáiði mín uppáhalds look.

Myndir: Alessandro Lucioni / Gorunway.com 

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HAUST Í MIÐBORGINNI // OUTFIT

Skrifa Innlegg