fbpx

EMMA WATSON PRÝÐIR FORSÍÐU DESEMBER ÚTGÁFU VOGUE

Leikkona, fyrirmynd og jafnréttissinni eru aðeins hluti af þeim fjölda orða sem mér dettur í hug við tilhugsunina um Emmu Watson. Hún er mikil fyrirmynd fyrir okkur kvenþjóðina og sjálf lít ég mikið upp til hennar, bæði vegna allra afreka hennar og starfa sem hún hefur gegnt t.d. fyrir UN Women. Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá prýðir fröken Watson forsíðu desember útgáfu breska Vogue, það er mikill heiður og finnst mér það sjálfsagt að afrekskona og fyrirmynd líkt og Emma prýði hana.


Myndir frá Vogue

Ég vil benda á viðtal við hana sem ég hlustaði og horfði á en Paris Lees, aðgerðarsinni og dálkahöfundur hjá breska Vogue tók viðtalið við Emmu í tengslum við desember útgáfuna. Þar ræðir hún kvíða, kynjajafnrétti, að verða þrítug og að vera hamingjusöm og einhleyp. Ótrúlega skemmtilegt, áhugavert og hvetjandi viðtal sem ég mæli með að allir horfi á.

Svo að lokum vil ég benda á annað myndskeið sem margir hafa séð nú þegar en það er af Emmu Watson flytja frægu ræðuna sína á viðburði UN Women vegna herferðarinnar HeForShe. Ég fylltist innblæstri þegar ég horfði á þetta myndskeið og þrátt fyrir að vera frá 2014 þá finnst mér það enn viðeigandi og mun skipta máli, alltaf.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

DRAUMA YFIRHÖFN FRÁ GANNI

Skrifa Innlegg