Atli minn átti afmæli þann 10. september og vegna óviðráðanlega aðstæðna gátum við ekki haldið almennilega uppá afmælið þann dag, því ákvað ég að plana smá surprise fyrir hann í staðinn. Ég er mikil afmæliskona og vil helst að allir bjóði í veislu þegar kemur að afmælum en þó allavega að halda smá uppá það. Ég bað því Atla um að taka seinustu helgi frá og svo byrjaði ég að plana.. Ég pantaði herbergi fyrir okkur á Ion hótelinu á Nesjavöllum, með 3ja rétta kvöldmat og morgunmat – Dásamlegur pakki sem ég mæli eindregið með! Ég sótti Atla í vinnuna á föstudegi, búin að pakka í töskur fyrir okkur og fá pössun fyrir Emmu. Atli greyið hafði ekki hugmynd um hvert við værum að fara en ég var búin að segja honum að við ætluðum að gista í tjaldi .. ég get ekki fyrir mitt litla líf tjaldað og hvað þá pakkað fyrir tjaldferðalag. Við tók ferðalag á Nesjavelli en hótelið er staðsett þar, aðeins í 45mín akstursfjarlægð frá Miðbænum sem er voðalega þægilegt. Ég ætla að deila með ykkur myndum frá dásamlegri dvöl á ION.
Vesti : H&M
Glimmerbolur : Weekday
Taska : Louis Vuitton
24 tímar í himnaríki .. yndislegt í alla staði. Ég mæli eindregið með að gera sér ferð á ION hótelið á Nesjavöllum sérstaklega núna þegar allt er grátt og rigningarlegt.
Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg