fbpx

SLÖKUN Í MILANO

ANNA MÆLIR MEÐMILANO

Á sunnudaginn síðastliðinn fór ég í langþráða ferð í QC Terme hér í Milano. Um er að ræða yndisfagurt spa með öllu tilheyrandi. Mig hefur lengi langað að fara en aldrei látið verða að því en mér fannst þetta vera fullkomin leið til þess að eyða sunnudegi í stórborginni með kærastanum. Spa-ið er risastórt á tvemur hæðum en á útisvæðinu er hægt að finna bæði heita og kalda potta, setusvæði og saunu inní tram-inu sem þið sjáið á myndinni fyrir neðan. Inni er hægt að finna allskyns saunur, mismunandi potta og notalegheit. Svo er hægt að panta sér tíma í nudd og allskyns meðferðir. Við létum dagspassa inní spa-ið og andlitsmaska duga að þessu sinni. Ég tók ekki mikið af myndum en mig langar samt sem áður að deila þeim sem ég tók með ykkur.






Þetta var frábær upplifun og löbbuðum við bæði endurnærð og fersk út og að sjálfsögðu beint í hádegismat á Penelope a Casa með góðum vinum. Ég mæli með fyrir alla sem eru að skipuleggja ferð til Milano að heimsækja QC Terme, það er svo gott að ná að endurhlaða batterýin og dekra við sig, hvað þá í stórborg! Ég allavega skuldaði smá slökun og þurfti mikið á þessu að halda.

Núna er tískuvikan í Milano byrjuð og allt pakkað af ‘fashion fólki’. Ég ætla að reyna að deila einhverju skemmtilegu með ykkur frá næstu dögum!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HEIMSÓKN : RÓM, MATUR, TÍSKA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1