fbpx

ÁRAMÓT

ÍSLANDOUTFIT

Gleðilegt nýtt ár kæru Trendnet lesendur. Ég átti heldur óhefðbundin áramót í ár. Við fjölskyldan höfum seinastliðin ár verið annaðhvort erlendis eða verið bara við fjögur heima en í ár ákváðum við að breyta smá til. Við slógum til með tveimur öðrum fjölskyldum úr Garðabænum og héldum áramótin saman. Allir komu með eitthvað á boðstólinn og kom ég að sjálfsögðu með vegan wellington, sveppasósuna mína og pikklað rauðkál. Það sló í gegn ;) Uppskriftirnar finnið þið hér.
Mér hefur alltaf fundist áramótin vera ofmetin og í gegnum árin hef ég fundið annan tilgang með þeim frekar en partýstand. Mér finnst yndislegt að taka þessum tímamótum rólega með þeim sem ég elska mest, borða góðan mat, rifja upp gamla tíma og hlæja mikið ásamt því að njóta flugeldana sem ég er að vísu mjög hrædd við.

Ég tók nokkrar myndir um kvöldið en gleymdi myndavélinni, þið verðið því að afsaka símagæðin ..







Ég klæddist:
Satin buxur : Munthe
Glimmer bolur : Monki
Skór : Zara
Kápa : Vintage

Ég vona að þið hafið öll átt yndisleg áramót í faðmi ykkar nánustu. Ég sendi góða strauma út í kosmósið og hef það á tilfinningunni að 2020 verði frábært ár. Ég er allavega mjög spennt fyrir komandi tímum og þeim breytingum sem verða í mínu lífi, en meira um það seinna! Ég á aðeins nokkra daga eftir í fríi hér á klakanum en fer svo í næstu viku aftur til Milano og sæki Emmu litlu loksins á hundaleikskólann, þar er hún búin að vera í rúmar fjórar vikur og söknuðurinn er vægast sagt orðinn mikill. Ég hlakka til að komast í góða skólarútínu og massa seinasta árið mitt, það er nefnilega útskrift í Júní og verða næstu mánuðir því frekar strempnir en mér þykir það bara krefjandi og skemmtilegt.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

VEGAN JÓLAMATUR FRÁ GRUNNI

Skrifa Innlegg