fbpx

AFMÆLISDAGURINN MINN

Seinasta föstudag átti ég afmæli og var því fagnað vel og mikið með vinum mínum hérna úti. Ég byrjaði daginn rólega með æfingu og svo kíkti ég í kjólaleiðangur þar sem að kjólinn sem ég pantaði á netinu mætti því miður aldrei í hús. Mínar bestu vinkonur hér í Milano buðu mér svo á Cova sem er yndislegt pasticceria í hjarta borgarinnar. Þar fékk ég mér crostata ai frutta di bosca, sem er minn allra uppáhalds ítalski eftirréttur. Dagurinn samanstóð af vöndum af rósum í öllum litum regnbogans, faðmlögum og mikilli ást. Ég fór ásamt vinahópnum frá Marangoni út að borða á Penelope a Casa. Síðan var ég dregin út á lífið, sem var svo nákvæmlega það sem ég þurfti. Að dansa, syngja og ekki hugsa um neitt annað nema að vera í núinu.

English translation //
My birthday was last friday and I celebrated with my friends here in Milan. My day started slowly with a workout and dress shopping as the dress I ordered online never showed up. My best friends here in Milan invited me to Cova which is a wonderful pasticceria in the heart of the city. There I had crostata ai frutta di bosca, my all time favorite Italian dessert. My day consisted of bouquets of roses in all colours possible, hugs and lots of love. Me along with a group of friends from Marangoni had late dinner at Penelope a Casa. Then I got dragged to dance, which ended up being exactly what I needed. To dance, sing and not thinking about anything except being in the moment.

Outfit kvöldsins
English// Outfit of the night
Crostata ai frutta di bosca, rósavöndur, gjöf frá LV og ansi glöð afmæliskona.
English // Crostata ai frutta di bosca, punch of roses, a gift from LV and a very happy birthday girl.

Late dinner á mínum allra uppáhalds stað, Penelope a Casa.
English // Late dinner at my all time favourite restaurant, Penelope a Casa.

 
Eftirréttaturn fyrir afmæliskonuna .. annan daginn í röð.
English // Dessert tower for the birthday girl .. the second day in a row.

Ó það er svo gaman að eiga afmæli og enn skemmtilegra í góðra vina hópi.
Ég er heppin að hafa kynnst svona frábærum hóp af yndislegum einstaklingum sem stunda með mér nám.

English // Oh I love celebrating my birthday and even more with a group of friends. 
I’m so lucky that I met this amazing group of wonderful individuals that study with me. 

Þakklát, meyr, elskuð. Ég fann fyrir góðum tilfinningarússíbana eftir afmælið mitt. Það er alls ekki sjálfsagt að ég sé búin að umkringja mig af góðu fólki sem kemur frá öllum heimshlutum og heldur uppá daginn minn með mér, rétt eins og um afmælisdaginn þeirra sé að ræða. Mér finnst það alltaf erfitt að vera frá fjölskyldu og íslenskum vinum á svona dögum, ég verð alltaf smá lítil í mér – en þessi ítalski (en mjög alþjóðlegi) vinahópur minn gerir lífið svo sannarlega skemmtilegra og auðveldara. Takk.

Á döfinni hjá mér eru lokaskil og allskyns vinna. Annars er ég mjög spennt fyrir því að koma til Íslands í næstu viku, ég verð í heilan mánuð í þetta skipti og ætla svo sannarlega að njóta.

English translation //
Grateful, tender, loved. I was on an emotional rollercoaster after my birthday. It’s not granted that I have surrounded myself with good people from all around the world that celebrate my birthday with me, like its their own. I always find it hard to be away from my family and Icelandic friends on days like this, I get emotional – however this Italian (although very international) group of friends make life more enjoyable and easier. Thanks guys.

Currently I’m working on my hand in for this term along with all kinds of other work. I’m very excited to come to Iceland next week, I’m staying for a whole month this time and I’m certainly going to enjoy.

Þangað til næst // Until next time,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

MÍN HVERSDAGS FÖRÐUN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

    • Anna Bergmann

      4. December 2019

      Takk elsku Elísabet mín xxx

  1. Auður Björg

    4. December 2019

    Skemmtileg færsla – hvar fékkstu þennan flotta kjól? Ert svo fín í honum!

    • Anna Bergmann

      4. December 2019

      Takk elsku Auður. Hann er úr Zöru x