fbpx

LAGT Á BORÐ MEÐ ANDREU & SVÖNU Í EPAL

HEIMAHOMEHÖNNUN

Við Svana Lovísa tókum að okkur að leggja á borð í Epal en verslunin fær mismunandi hönnuði í hverri viku til að dekka upp hátíðarborð á aðventunni.  Okkur vinkonunum þótti þetta ekkert lítið skemmtilegt.  Við vorum mættar snemma í blómabúðina og það var eins og við hefðum aldrei gert neitt annað, svo hjartanlega sammála um allt, bæði litina, blómin & stellið.

Stellið sem við völdum er Blue fluted Mega frá Royal Copenhagen, stell sem ég hef safnað síðan ég bjó í Kaupmannahöfn, tímalaus klassík og mér þykir alltaf gaman að leggja það á borð.  Við ákváðum strax að hafa hvítan dúk en hann gerir allt svo hátíðlegt & fallegt.
Við Royal blönduðum við svo vel völdum hlutum frá Georg Jensen.  Við völdum marga hluti úr Bernadotte línunni en hún passar að mínu mati einstaklega vel við Royal stellið.

Við Svana deilum endalausum áhuga á blómum og ákváðum strax að gera stóran “centerpiece” en það var svo miklu auðveldara en ég hélt…. við verðum sennilega báðar með svona heima hjá okkur um jólin og oftar ;)
Við settum vöndinn í stóra Georg Jensen skál… kom ekkert smá vel út.

Stell: Royal Copenhagen / Blue fluted mega
Hnífapör: Georg Jensen / Bernadotte
Vínglös: iittala 
Glös: Frederik Bagger
Kanna, salt & pipar, kertastjakar, vasar & kökuspaði: Georg Jensen
Sparkling tea frá Tefélaginu
Lakkrískúlur: Lakrids
Tausérvettur: Ferm living
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

VON UM JÓLIN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    7. December 2020

    Svo fallegt <3 mæti í mat ef ég má ......