fbpx

VON UM JÓLIN

JÓLLÍFIÐ
Það er von eru góðgerðarsamtök sem standa fyrir því að gefa fólki með fíknisjúkdóm annað tækifæri í lífinu.
Í ár gerðu samtökin þennan fallega jóla merkimiða í samstarfi við Reykjavík letterpress.
 

Stóra markmiðið hjá Það er von er að opna áfangaheimili sem verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi fyrir lok árs 2021.
Áfangaheimilið mun bjóða skjólstæðingum upp á þverfaglega aðstoð við að komast aftur út í samfélagið og verða virkir þjóðfélagsþegnar.
Eins styðja þau við aðstandendur þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Eru til staðar fyrir þá sem eru í neyslu með samtölum & hjálpa fólki í meðferðir.  Það er von heldur úti virkum samfélagsmiðlum þar sem þau birta batasögur og annað uppbyggjandi efni.  Áhugasamir finna Það er von á Instagram HÉR & Facebook HÉR.

Ég mæli með að styrkja þetta frábæra starf og kaupa fallega merkimiða á jólagjafirnar í leiðinni  <3
xxx
AndreA

JÓLAKRANS

Skrifa Innlegg