fbpx

JÓLAKRANS

DIYJÓL

Jólakransinn vinsæli.  Það er svo fljótlegt að gera hann og auðvelt að breyta honum ár frá ári.

Minn krans hefur undanfarin ár verið dökkgrár í sama lit og arininn.   Núna er ég búin að mála arininn í beige lit (hægt að sjá litinn HÉR) og langaði að hafa kransinn í svipuðum tón.  Ég fór í FÖNDRU, þar fæst allt í kransinn.  Það var ekki til velúr í litnum sem ég var að leita að þannig að ég valdi teygjanlegt kjólaefni  með fallegri áferð.

Greinarnar fást í flestum blómabúðum, vasarnir eru úr Garðheimum, kannan og kertastjakinn frá Georg Jensen úr Epal & bakkinn fallegi er úr RAMBA sem er æðisleg ný hafnfirsk verslun.

Ég keypti 50 cm af efninu og klippti það í þrjá renninga.  Ég vef efninu utan um kransinn, utan um grá velúrinn síðan í fyrra.  Ég nota engan blómavír eða títiprjóna,  ég sting efninu bara undir sjálft sig og strekki  þegar ég vef utan um.  Síðast set ég borðann og sting greinunum svo hver af annari undir borðann þangað til að ég er orðin sátt.  Stundum set ég kanilstangir eða jólakúlur fer bara eftir stemmningunni hverju sinni.
HÉR er hægt að sjá allskonar skemmtilega kransa sem við stelpurnar í AndreA gerðum eitt árið.

Gleðilega aðventu 
xxx
AndreA

IG: @andreamagnus

KJÓLADAGAR - SVARTUR FÖSTUDAGUR - SMALL BUSINESS SATURDAY - FYRSTI Í AÐVENTU & CYBER MONDAY

Skrifa Innlegg