fbpx

HEIMA

HEIMA

HEIMA

Eftir að hafa verið óvenju mikið heima í vor eins og allir í Covid þá langaði mig allt í einu að breyta öllu hérna heima.  Meiri tími, meira heima og engin ferðalög kallaði á framkvæmdir.  Mig langaði allt í einu að mála, kaupa nýtt borðstofuborð, nýtt ljós skipta um borðplötunni í eldhúsinu og og og … Ég þurfti að hemja mig :)
Við gerðum þó tvennt, við máluðum arininn hjá okkur og skiptum um ljós yfir borðstofuborðinu.

Fyrir var arininn dökkgrár og ljósin svört ég var alltaf ánægð með það þannig en langaði að breyta til og létta litina.
Við völdum að mála arininn í beige lit, ég er að vinna mikið með þennan lit bæði í fötunum mínum & fylgihlutum eins og töskum og er núna komin með hann heim í stofu líka.  Liturinn er mjög margbreytilegur og virkar t.d ekki eins á daginn og á kvöldin, stundum er hann grár og stundum næstum brúnn.  Litinn keyptum við í Sérefni. (smá skellur, ég man ekki hvað liturinn heitir en reyni að finna fötuna og bæta við litanúmeri hér).
Hér kemur litanúmerið: Nordsjö FO.09.71

Ljósið keyptum við í Epal , það er frá LE KLINT,  ljósið fæst í mismunandi formum & stærðum en það sem við völdum heitir LA MELLA. 
Þetta er auðvitað dönsk hönnun eins og flest sem ég laðast að. Ég sá þetta ljós og kolféll fyrir því, einfalt & fallegt.
Ég er svo ánægð með það, formið, birtuna & lúkkið.

Áður en ég lagði af stað í ljósaleiðangur las ég nokkur vel valin blogg hjá Svönu eins og td þetta hér, mæli með því ef þið eruð í framkvæmdar hugleiðingum en hún er oftast búin að súmmera upp allt það helsta og gerir leiðangurinn töluvert auðveldari :) Takk Svana







xxx
AndreA

IG @andreamagnus

UPPÁHALDS Á ÚTSÖLUNNI

Skrifa Innlegg