fbpx

THE HI BEAUTY: HVAÐA SNYRTIVÖRUR ERU ÍSLENSKAR KONUR AÐ NOTA ?

BEAUTY

THE_HIBEAUTY  komu í heimsókn til mín á dögunum og fengu að kíkja í snyrtiskúffuna mína.  Þær spurðu mig út í húðumhirðu, förðun og hvernig ég geri snúðinn í hárið svo eitthvað sé nefnt.

Á bak við THE HI BEAUTY standa þær Heiður Ósk & Ingunn Sig,  það þekkja þær margir úr förðunarheiminum enda algjörir snillingar á ferðinni. Ég mæli með því að þið addið þessu instagrammi þar sem þar er fullt af fróðleik, sýnikennslur og svo verða þær með þennan lið (sem fær nafn í vikunni) þar sem þær heimsækja allskonar flottar Íslenskar konur og fara yfir snyrtiskápinn eða skúffuna og húðrútínu þeirra.  Þátturinn kemur út alla miðvikudaga HÉR.  Ég veit hvaða konur eru á “heimsækja” listanum og fullyrði að þið viljið fylgjast með :)

Ingunn & Heiður

Hér getið þið séð þegar þær komu heim til mín, ég er sem sagt fyrsti viðmælandinn en ég veit hvað koma skal og get ekki beðið eftir að horfa á miðvikudögum…. Þetta er svo mikil snilld að mínu mati.  Ég er neflilega týpan sem leita alltaf til vinkvenna til að spyrja hvað ég á að kaupa og hvaða vörur séu góðar.  Ég verð tilbúin með popp & kók alla miðvikudaga hér eftir :)

Hér er hægt að horfa á þáttinn á IGTV…

http://https://www.instagram.com/p/CAJHEt-ABEC/

Og hér á youtube…

http://https://www.youtube.com/watch?v=ckt7cfmO0TE&feature=youtu.be
Bak við tjöldin …


Stay tuned
xxx
AndreA

IG: @andreamagnus
IG: @andreabyandrea

ÍSLAND Í DAG

Skrifa Innlegg